Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 127
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI 129 viljað skilja á þessum stað sem beisli prýtt málmhnöppum eða bjöllum en rétt hefði verið að geta þess, að í aðalhandriti sögunnar stendur ekki hrynjandi, heldur hrímandi á báðum stöðum. Það er að vísu ennþá óskiljanlegra orð en hrynjandi, sem því hefur verið breytt í. En hugsanlegt er þó að hér sé um eitthvert glatað orð að ræða. Þá vildi ég víkja að nokkrum annarskonar misfellum, sem ég hef rekið mig á. Á hls. 8 í formálanum er vísað í handritið lR 632 8vo, sem sagt er vera áðurnefndur samtíningur frá sr. Vigfúsi Björnssyni á Skinnastað. En þarna hefur líklega orðið ritvilla, því að þetta handrit á ekkert skylt við hestalækn- ingar. Rétta handritið er ÍB 643 8vo, sem reyndar er vitnað til síðar í bókinni á bls. 52. En þar verður fyrir önnur handvömm. 1 fyrsta lagi er vitnað í bls. 120—121, en ætti að vera blöö 120—121. I öðru lagi er tilvitnunin ekki alveg rétt, því að í bókinni sendur: „Nær hestur frísar, þá hefur hann hrossasótt." En í handrit- inu stendur hinsvegar: „Nær hestur frísar ei, þá hefur hann hrossasótt." Og þetta litla orð ei skiptir óneitanlega dálitlu máli. Fleira er reyndar ónákvæmt í þessari tilvitnun, en það skiptir minna máli. Á bls. 7 er vitnað í handrit þjóðháttadeildar nr. 2267, svohljóðandi: „Áður en æð var opnuð, var hárið nauðklippt og staðurinn vanalega þveginn.“ En í handritinu stendur hinsvegar vandlega þveginn, en eklii vanalega. Á bls. 125 er svo Suðursveit sögð vera í Vesturskaftafellssýslu, og hefði meistara Þórbergi líklega ekki litist á það. Á bls. 168 er vitnað í Sturiunguútgáfuna frá 1946 um eldgos fyrir Reykja- nesi og nautadauðann hjá Snorra Sturlusyni árið 1226. Þar er vísað í fyrra bindi bls. 314, en ætti að vera bls. 311 og 314. Á bls. 134 neðst í 1. aths. er vísað í 23. kap. Laxdælu, IF V, bls. 63-64, þar sem ætti að vera getið um reiðtygi. En ég gat, hvernig sem ég leitaði, ekkert fundið um reiðtygi í þessum kafla sögunnar, sem fjallar um bónorð Ólafs pá til Þor- gerðar Egilsdóttur. Svo að hér hefur einhver brenglun átt sér stað, e.t.v. í prófarkalestri. En nú skal þessum sparðatíningi hætt og snúið að öðru. Á bls. 2 er rætt um vissa daga, sem taldir voru óheppilegir til hverskonar framkvæmda, þ. á m. lækninga, og heimildin er sögð vera Calendarium per- petuum Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1692. Það er út af fyrir sig rétt, en miklu eldri heimild um svonefnda „illa daga“ eða dismala daga, þ.e. dies mali, er að finna í íslensku fornbréfasafni 3. bindi, og þessi skrá um illa daga er a.m.k. ekki yngri en frá 1363. En því er ég að geta þessa, að sú skoðun kemur víða fram í ritgerðinni, að heimur hafi farið mjög versnandi eftir siðaskipti og hjátrú magnast. Á bls. 16 er minnst á skrif eftir Nikulás Magnússon úr Skagafirði. 1 þessu handriti, Lbs. 1483 8vo kennir margra grasa og Nikulás þessi skrifar nafn sitt Undir tvö fróðleikskorn. En á þeim er allt önnur rithönd en á klausunni, sem Houser eignar honum og hún er ekki undirrituð. Hér er handritaskrá Landsbóka- safnsins að vísu villandi. Þar segii' um þetta handrit, að á því sé ein hönd. En þær eru svo sannarlega margar og ólíkai'. Hitt er svo annað mál, að Nikulás þessi virð- ist hafa skrifað margskonar rithönd og má t.d. sjá margar tegundir þeirra í dag- bókum hans. Engin þeirra líkist þó að mínum dómi hendinni á umræddri klausu en þar fyrir er ekki útilokað, að hann hafi þrátt fyrir allt skrifað hana. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.