Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 2
6
ÁRJBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eins og evrópsk alþýðulist yfirleitt, og að lokum er sagt frá tilraun til að
endurvekja hana á 20. öld.
TRÉ SEM ÚTSKURÐAREFNl
Tré er handhægt og lifandi efni sem hentar jafnt til húsagerðar sem út-
skurðar enda hefur það verið notað frá örófi alda. Fornleifafundir frá
upphafi víkingaaldar sýna að útskurður og myndir úr tré áttu sér þá þegar
langa hefð á Norðurlöndum.
Frásagnir í íslenskum fornsögum og varðveittar leifar benda til þess að
skurðlistin sé jafngömul búsetu á Islandi og hún hefur vafalítið skipað
stóran sess í listsköpun frá upphafi. Þessa list iðkuðu landsmenn óslitið
öldum saman eða í um 1000 ár.
Það kann að virðast mótsögn að svo mikill tréskurður hafi verið iðk-
aður í jafn skóglausu landi, en landnámsmenn hljóta að hafa flutt með sér
tréskurðarkunnáttuna liingað út og útskurði var viðhaldið vegna þess að
gnótt rekaviðar hafði hlaðist upp við strendur landsins og skógur var auk
þess meiri en nú á dögum, þó að hann hafi eftir öllu að dæma aðallega
verið lágvaxinn birkiskógur eða kjarr.1 Þegar frá leið gekk á rekaviðinn
og skógurinn minnkaði og þá urðu landsmenn háðari innflutningi á
timbri, fyrst frá Noregi, og á síðari öldum frá Danmörku. Tréskurðar-
menn urðu að vera nægjusamir, einkum á síðari öldum, og þeir lærðu að
gjörnýta jafnvel minnstu trébúta.
ÚTSKURÐAR GERÐIR
Tréskurður getur verið með fernu móti, myndir ristar með línum eða
skorum, upphleyptar myndir á lægri grunni, gegnskorið verk og loks
heilskornar rnyndir eða líkneski. Allar þessar gerðir eru þekktar frá því
snemma á víkingaöld á Norðurlöndum.
Sérstök áhöld þarf til tréskurðar. Það hefur tæplega verið algengt að
útskurðarmenn hafi komist af með hnífinn einan. Sérstök tréskurðar-
járn með ýmsu lagi voru notuð frá fornu fari. I Noregi hafa slík skurð-
járn fundist í kumlum og einnig í fornleifafundum frá því eftir kristni-
töku.Til að átta sig á hvaða áhöld hafa verið notuð við útskurð á forn-
um gripum þarf helst að kunna handverkið. Ríkarður Jónsson (1888-
1977) myndskeri hefur ritað ítarlega um tréskurðaráhöld í Iðnsögu
Islands.2
Meginviðfangsefni útskurðarins er skreyti, sem ýmist er sótt í náttúr-
una eða er geómetriskt, einnig er talsvert um manna- og dýramyndir sem