Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Síða 3
UTSKURÐUR OG LIKNESKJUSMIÐ URTRE
7
oft eru notaðar sem skreyti. Áletranir gegndu líka hlutverki í tréskurði og
voru þáttur í skrautinu á tréhlutum. Myndefni og stíll í elsta tréskurðin-
um sem varðveist hefur hér á landi helst í hendur við þá þróun sem varð
annars staðar á Norðurlöndum og því er eðlilegt að tala um samnorræn-
an stíl á elstu tíð. Síðar taka þó stílafbrigði evrópskrar listar að endur-
speglast í tréskurðinum, en misvel á hinum ýmsu tírnum.
SKRAUTSKURÐUR Á MIÐÖLDUM
Utskurður í víkingastíl
Venja er að skipta norrænni listiðn á víkingaöld í misnrunandi stíl-
skeið. Elsta stílafbrigðið nefnist Ásubergsstíll eftir hinni frægu skipsgröf
áVestfold í Noregi, sem var einstaklega auðug að tréskurði.3 Land var
numið á Islandi á blómaskeiði þeirra stíltegunda sem leystu Ásubergs-
stílinn af hólmi. Það eru Borróstíll og Jalangursstíll, sem kenndir eru
við fornleifafundi í Borró (Borre) á Vestfold, og Jalangri (Jelling) í
Danmörku.4 Það er fyrst og fremst Borróstíll sem setur svip á skart-
gripi og aðra málmhluti frá elstu byggð á Islandi. Hann var við lýði
alla 10. öld, en einnig gætti Jalangursstíls töluvert. Tréskurður í hrein-
ræktuðum Borró- eða Jalangursstíl hefur ekki varðveist hér á landi.
Elstu tréskurðarmunir sem varðveist hafa eru frá því eftir kristnitöku,
en ritaðar heimildir vitna um að útskurður var einnig iðkaður í heiðn-
um sið. I Islendingasögum er á nokkrum stöðum minnst á útskurð í
tré frá landnámsöld og næstu öldum þar á eftir.5 Talað er um útskurð-
armyndir sem höfðu töframátt eða voru notaðar við galdur, og einnig
um útskornar sögumyndir. Hvergi virðist lýst hreinu skrautverki. Utan
um sögumyndir gætu þó stundum hafa verið skrautrammar. Það sem
áreiðanlega má lesa úr frásögunum er að höfundar sagnanna um og
eftir 1200 töldu að tréskurður hefði verið notaður í ýmsum tilgangi
frá fyrstu tíð, og í a.m.k. tveimur tilvikum ættu frásagnir að vera sögu-
lega réttar.
Líta má á elsta varðveitta útskurðinn, sem skorinn er á fjalir, sem eðli-
legt framhald af því skrauti á veggjum og súð sem sögurnar lýsa. Meðal
þess sem varðveist hefur frá öllu tímabilinu frá víkingaöld til siðaskipta
eru margir mjög merkir gripir, sumir hveijir eru meira að segja einstæðir
á Norðurlöndum. Þeir eru ekki margir, um það bil 20 hlutir, og allir
varðveittir á söfnum. Þetta eru hlutar af veggþiljum, stoðir og fjalabútar,
ein kirkjuhurð og nokkrir stólar.