Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. tnynd. Hluti af húsgagni (stól?)
frá Gaulverjabœ í Flóa. Ur furu,
hœð um 68 cm. Fínlegt rist jurta-
skreyti mintiir á Hringaríkisstíl, en
er þó ekki tnjög frábrugðið yngri
Jalangursstll eða Mammenstll, og
gœti skurðurinn því vel verið eitt-
hvað eldri en á Flatatungufjölum.
Tréskeri, gjörkunnugur stíl þeim
sem rikjandi var um miðja II. öld
hefur skorið þessar llnur af miklu
öryggi. (Þjms. 1914:217. Ljósm.
ívar Brynjólfsson.)
síðasta stílafbrigði víkingaaldar. Blómatími
Hringaríkisstíls er yfirleitt talinn hafa staðið
á öndverðri 11. öld. Ekki er gott að segja
hve miklu yngri Flatatunguskurðurinn
gæti verið. Skrautverkið virðist vera gert
tiltölulega seint á þróunarskeiði Hringarík-
isstíls, en engin merki eru um Urnesstíl.
Mjög sennilegt er að fjalirnar hafi borist til
Flatatungu frá Hólum einhvern tíma eftir
siðaskiptí.17 Velta má fyrir sér hvort þær
geti ekki verið úr gamalli kirkju þar. Elsta
kirkja á Hólum sem vitað er um, líklega
reist um 1050, á að hafa verið stærsta kirkja
á Islandi og ríkulega búin. Sú kirkja brann
með öllum búnaði og þá hefðu fjalirnar átt
að bjargast úr eldinum.18
Vel má vera að bæði útskurðurinn frá
Möðrufelli, Hólum og Flatatungu hafi
upprunalega verið málaður í mörgum lit-
um. Litaleifar hafa fundist á útskornum
hlutum frá víkingaöld allt frá tíma Asu-
bergs, og vitað er að jafnvel rúnasteinar
voru málaðir.
Fjölfrá Gaulverjabœ
I Gaulverjabæ í Flóa kom árið 1974 óvænt
í leitirnar útskorinn gripur í víkingaaldar-
stíl.19 Þetta er fjalarbútur, og af lögun hans
má einna helst ráða að hann sé hluti af
hliðarfjöl úr stól eða bekk (6. mynd).
Bogadregni endinn, sem hlýtur að hafa
snúið upp, er strikaður með brún, líkt og á
stofninum á fjölinni frá Hólum í Eyja-
firði.20 Boginn gerir það harla líklegt að
þetta sé hluti af hálsi eða makka dýrs og
gæti stólbrúðan hafa endað í höfði þess.21
Þetta brot hlýtur að vera úr vönduðu hús-
gagni og sé það úr stól hefur hann líklega
verið í kirkju.