Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Fjalarbrot frá Bjarnastaðahlíð, hluti úr mynd. Úr vinstri hluta dómsdagsmyndar.
Hér sést María guðsmóðir á bœnfyrir mannkyni, og mannvera scm snýr sér til hcnnar í bœn
um lijálp. - Eiginlega vœri rétt að líta á þessi brot og meta þau eins og Iduta úr málverki, en
það getum við ekki nú því að litirnir eru ekki varðveittir. Andlitin eru dálítið sviplaus, en
verið gctur að þau hafi verið töluvert öðruvísi og líflegri með sjáaldri og augasteinum máluð-
um innan í skornar útlínur augnanna. (Ljósm. Guðmundur Ingólfsson.)
um veggþiljum. Þrettán misstór brot eru varðveitt, hið lengsta 172,5 cm.
A öllum sjást misjafnlega stórir hlutar af mönnum og dýrum. Myndirnar
eru dregnar með einföldum línum sem ristar eru í tréð, eins og á Flata-
tungufjölunum. En stíllinn er öðru vísi. Mannamyndirnar eru eðlilegri,
ekki eins stífar og einsleitar. Fljótt á litið líkjast myndirnar stórum rað-
leik, sem vantar í, en smátt og smátt raðast brotin saman. Kristján Eldjárn
fékk fyrstur manna þá hugmynd að þetta gætu verið hlutar af dómsdags-
mynd.22 Selma Jónsdóttir leiddi gild rök að því að svo væri og sýndi
fram á að myndin fylgir í öllum smáatriðum býsanska dómsdeginum eins
og hann birtist á 11. öld og síðar, en hann var í veigamiklum atriðum frá-
brugðinn vesturevrópskum dómsdagsmyndum.23 Flún nefndi einnig
dæmi um býsanska dómsdaginn á Vesturlöndum, einkum á Italíu. Feg-
ursta dæmið er stór mósaíkmynd í dómkirkjunni í Torcello, sem er á eyju
skammt frá Feneyjum.
Mikilvægt til skilnings á þessum brotum er lýsing þeirra á landdýrum
og sæskepnum sem við lúðurhljóm dómsdagsins skila aftur fólki sem þau
hafa gleypt. Oðrum megin má sjá hina útvöldu og sæluna í Paradís með
Lasarus í skauti Abrahams og Maríu mey sem lyftir höndum í bæn fyrir
mannkyni. Hinum megin hrinda englar hinum fordæmdu ofan í loga
Vítis. Ljóst er að flestar fjalirnar eru úr hægra helmingi myndarinnar
neðanverðum, þannig að það eru einkurn myndir úrVíti sem hafa varð-