Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 11
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
15
veist (7. mynd ). Myndin af Maríu er þó úr hinum hlutanum (8. mynd).
Nú síðast hefur Hörður Agústsson rannsakað fjalirnar frá Bjarnastaða-
hlíð ítarlega.24 Hann raðaði fjölunum saman að nýju og bar þær saman
við erlent efni. Hann telur einnig að dómsdagsmyndin hafi að öllum lík-
um verið í kirkju, en ekki í skála, og hefur dómkirkjan á Hólum ein ver-
ið nógu stór til að rúma svo stóra mynd. Ovíst er hvort fyrsta dómkirkj-
an, sem reist var skömmu eftir 1106, hafi verið nógu stór til að dóms-
dagsmyndin hafi komist fyrir á vesturvegg hennar. Athuganir á smáatrið-
um myndarinnar benda til að dómsdagsmyndin sé að öllum líkindum frá
12. öld, þótt hún kunni að hafa verið gerð talsvert löngu eftir að dóm-
kirkjan sjálf var reist.Telja má öruggt að myndin hafi í upphafi verið mál-
uð í mörgum litum. Tréskeri hefur rist meginlínur myndarinnar, en síðan
hefur málari, ef til vill sami maður, lokið verkinu.
Eftir því sem næst verður komist munu Bjarnastaðahlíðarfjalirnar líkt
og Flatatungufjalirnar komnar frá Hólum til Flatatungu. Þar voru þær
notaðar sem byggingarefni. Nokkrar þeirra bárust síðar frá Flatatungu til
Bjarnastaðahlíðar.
Aðrir útskornir gripir frá því eftir 1100, sem varðveist hafa, veita ein-
ungis örlitla innsýn í íslenskan skrautskurð á öllum öldunum fram til
siðaskipta um 1550. Þetta eru ekki nema níu verk, þó sum séu í fleiri
hlutum.
Viðirfrá Hrafnagili
Fyrst skal getið um eina fjöl og sex skertar stoðir frá Hrafnagili í Eyja-
firði. Einungis fjölin og ein (eða tvær) af stoðunum eru með útskurði
sem tímasetja mætti til 12. aldar, en hinar stoðirnar gætu verið töluvert
yngri.25 A öllum viðunum er upphleypt skreyti. A stoðunum er upp-
hækkunin um 1 cm frá grunni, en á fjölinni varla nema um hálfur cm.
9. mynd. Fjöl úr furu frá Hrafuagili í Eyjafirði, um f m að lengd. Líklcga cfri hluti
dyrauinbúnaðar kirkju,frá 12. öld. Með lágt upphleyptum skurði, aðeins um 1/2 an, á
henni má sjá cfri hluta af Ijónum og drekum sem bcrjast. Ljónin bíta í drekavœngina og
grannir og stceltir skrokkarnir mynda fléttumynstur. (Þjms. 4997. Ljósm: Ivar Brynjólfsson.)