Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í í. mynd. Valþjófsstaðarhurð-
in, smáatriði. Neðst sést hluti
af dreka í dauðateygjunum,
og ungar hans þrír i hreiðri.
Þarfyrir ofan: Legsteinninn á
gröf riddarans, þar sem Ijónið
trygglynda endaði ævi sína.
Hinn v'arðveitti hluti rúna-
ristunnar á legsteininum hefur
verið lesinn þannig: ,,[sé inn
eða eitthvað þvílikt] ríkja
konung hér grafmn er vá
dreka þenna". (Ljósm. Gísli
Gestsson.)
mörgum smáatriðum, og einnig eru hjálmar, skildir og sverð lík. (Sjá einnig
ísl. þjóðm.VI, bls. 303 ogVII, bls. 141).
En hver er kappinn hrausti á hurðinni? Um það hefur margt verið rit-
að og ýmsir talið að hann sé Þiðrik af Bern (Theodorikus mikli). En það
er heldur ósennilegt, þar eð myndin kemur ekki vel heim við frásögn
Þiðriks sögu af Bern.31 En viðureign við dreka og frásagnir af ljónaridd-
urum eru víðar í bókmenntum, og önnur sagnaafbrigði standa mun nær
myndinni. Anders Bæksted32 sýndi fram á að þeir tveir textar sem koma
best heim við myndina á hurðinni, eru í tíunda kafla Ivens sögu Artús-
kappa, og einkum í áttunda kafla Vilhjálms sögu sjóðs. Báðir þessir textar
eru runnir frá ljóði franska skáldsins Chrétien de Troyes um Yvain, le
chevalier au lion, frá síðari hluta 12. aldar. I Vilhjálms sögu er sagt berum
orðum að ljónið ltafi fylgt Vilhjálmi alla tíð meðan það lifði. En engin
gerð riddarasögu er nú þekkt þar sem sagt er að ljónið hafi dáið á gröf
húsbónda síns. Magnús Már Lárusson taldi allt benda til að myndirnar
sýndu söguafbrigði sem glatast hefði úr bókmenntunum.33