Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 17
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
21
14. mynd. Fjölfrá Mælifelli í Skagafirði. Úrfuru, um 9i cm á lengd. Afjölinni er keðja af
„umskrifuðum pálmettum", eitt af atriðunum í rómönsku skreyti, en önnur föl og tveir
stafabútarfrá Mœlifelli eru aftur á móti með „hlaupandi jurtateinung". Hér eru pálmetturn-
ar sérlega vel gerðar og með miklum smáatriðum. (DNM 16424. Ljósm. Nationalmuseet,
Kaupmannahöfn.)
Fjölfrá Munkaþverá
Einkennileg lögun fjalarinnar frá Munkaþverá í Eyjafirði er talsverð ráð-
gáta (15. mynd). Hún er bein öðru megin en brúnin hinum megin
bugðast. Fjölin er skert. Hún hefur verið söguð þversum í tvennt. Þjóð-
minjasafn Islands eignaðist annan hlutann árið 1873 en hinn ekki fyrr en
1939.35 Þótt vanti á neðri hlutann og stórt gat sé neðst á þeim efri er
samt nógu mikið varðveitt til að gera nregi sér glögga grein fyrir út-
skurðinum. Mest ber á teinungaskrauti, en það er með öllu ólíkt út-
skurðinum frá Laufási og Mælifelli. Dýrshöfuðið neðst á fjölinni er forn-
legt einkenni. Svipuð höfuð voru algeng á dyraumbúnaði norskra staf-
kirkna allt frá 12. öld. En vafningarnir virðast yngri. Gróskumikil, ávöl og
mjúk form rómanska stílsins sjást ekki lengur. Stönglarnir eru grannir og
þurrir, næstum eins og bönd. Jafnvel blöðin blása ekki lífi í útskurðinn
lieldur hnipra sig saman í krikunum milli reitanna og fjalarbrúnanna, en í
sumum þeirra sjást líka fuglar.
A útskurðinum frá Munkaþverá eru skilin milli jurtaskreytis annars
vegar og manna- og dýramynda hins vegar skarpari en á útskurðinum frá
Laufási og Mælifelli. Menn og dýr eru ekki eins samofin skrautverkinu.
Allt bendir til að útskurðurinn frá Munkaþverá sé töluvert yngri, jafnvel
hundrað árum, þó að einstök atriði í honum séu rómönsk. Ekki er þó
um gotneskan stíl að ræða. Ristar línur og skorur einkenna skurðinn,
einkum margs konar skipaskurður, sem beitt er á margbreytilegan hátt í
laufblöðunum, einkum í stóra blóminu efst. Þessi notkun skipaskurðar
verður ekki algeng fyrr en seint á miðöldum.36