Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 20
24
ARJ30K FORNLEIFAFELAGSINS
í 7. mynd. Fjalarbúturfrá Hoft á Kjalarnesi. Úrfuru,
127 cm á hæð. Hefur upprunalega verið hœrri.
Skreytið er upphleypt, um 1 cm hátt. Blaðoddur sem
gægist upp neðst, getur bent til að þar haf verið
standandi pálmctta, eins og sú sem hangir efst. Dýrið
á trúlega að vcra Ijón. Það líkist Ijónumfrá rómanska
stlltimabilinu, sem oft voru sýnd mcð grein sem stend-
ur úr úr gini þcss. Stellingar fótanna cru fremur und-
arlegar, og loppurnar afnyndaðar. (DNM (2. afd.) án
númers. Ljósm. Nationalmuseet, Kaupmannahöfn.)
hefur mikið listsögulegt gildi. Lengi hafði
verið talið að skrautverk af þessari gerð
hlyti að hafa verið algengt í íslenskum tré-
skurði á miðöldum, vegna þess hve það er
útbreitt í öðrum listgreinum, svo sem
handritalýsingum, útsaumi og útskurði í
horn.39 En Skjaldfannarfjölin, sem fannst
1968, er fyrsta dæmið úr tréskurði, sem
kom í leitirnar. Kristján Eldjárn fjallaði ít-
arlega um hana 1970.40 Hann taldi fjalar-
brotið vera úr stærra verki sem skreytt hef-
ur verið með stöngulteinungum með fá-
um, litlum blöðum.
Loks var komið í leitirnar útskorið
jurtaskreyti frá miðöldum í svonefndum
„íslenskum stíl“. Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður mun fyrstur manna hafa
notað þetta hugtak þar sem hann lýsir út-
skurði á nokkrum íslenskum drykkjar-
hornum og talar um „rósastreng í íslenzk-
um stíl“ og „rósaflúr í íslenzkum stíl“.41 A umræddum hornum er ein-
mitt sams konar skrautverk og á fjölinni frá Skjaldfönn, og það er
einnig velþekkt á ýmsunr verkum frá miðöldum úr öðru efni. Þetta
skrautverk var lengi í notkun eftir lok miðalda og hélst merkilega
óbreytt öldum saman.42 Það er sérstaklega algengt í handritalýsingum,
en þar er oftast meira laufskrúð á stönglunum en á fjölinni. I Islensku
teiknibókinni sem mun vera frá 14. og 15.öld (AM 673 a III 4to) er
dæmi um þetta skreyti á 7 síðum af 41. Samanborið við stóru róm-