Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 23
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTIUÉ
27
20. mynd. Hluti af baki af stól eða bekk úr Skagafirdi. Úr birki, 40 cm á liæð. Bakstoðin
scm varðveitt er endar í drekahöfði með gapandi gini. Ekki sjást tennur í gininu en plöntu-
stönguU stendur út úr því. Maðurinn sem situr á hálsi dýrsins, heldur í annað eyrað. Tcin-
ungurinn á framhlið stoðarinnar ber náttúruleg blöð með skörðóttum brúnum, ofurlltið kipr-
uð og með greinilegum æðum. Myndirnar í myndreitunum, sem varðveist hafa, eru fiskur á
sundi, dýr sem líkist fiski og hefur mannshöfuð og hnút á sporðinum, einnig kynjadýr mcð
mannshöfuð og hettukápu með fellingum, afturhluta dýrs og rófu mcð blaðabrúsk. „Blend-
ingsveran" sem lúðurþeytarinn ríður, er með hesthaus, hestsfót og skrokk sem líkist fiski,
mjókkar aftur og endar í stönglum með blöðum. (Þjms. 50. Ljósm. Gísli Gestsson.)
að því leyti að nafn eiganda og tréskera er rist á þá með rúnum. Stólarnir
eru mikið útskornir og skurðurinn íburðarmikill og fjölbreyttur.
Stólanna er sennilega getið í virðingargerð frá 1551. Þar eru taldir upp
ýmsir munir sem húsfreyjan á Grund í Eyjafirði, Þórunn dóttir Jóns bisk-
ups Arasonar, lagði til Grundarkirkju, þar á rneðal „stolar iij [3] nyer
skorner". Efst á öðrum stólnunr (21. rnynd) er letrað með rúnum:
„hus/tru/þoru/nn:/a:st/olen“ (Hústrú Þórunn á stólinn), og einnig:
„en/ bene/dict/t:na/rfa (en Benedikt Narfa [son gerði eða þvílíkt]). Ur
því stólarnir þrír eru sagðir nýir, er líklegt að þeir séu gerðir skömmu