Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 30
34
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
innar.59 Fellingarnar í lendaklæðinu eru óskipulegar, eins og myndsker-
inn hafi ekki alveg skilið fyrirnrynd sína.
Margir litlir altariskrossar ineð smelti frá Linroges í Frakklandi voru
fluttir til Islands og talið hefur verið að þeir hafi orðið fyrirmyndir róm-
anskra og frumgotneskra róðukrossa sem hér voru smíðaðir.
Stóru trékrossarnir í kirkjunum héngu yfirleitt yfir kórboga og voru
nefndir kórbogakrossar eða róðukrossar. Frá fyrstu tíð voru þeir helstu
helgimyndirnar, en smám saman urðu myndir af Maríu með barnið á
hnjám sér einnig ómissandi. Ef róðukross eða Maríuinynd var þekkt fyrir
að gera kraftaverk, streymdi að fjöldi pílagríma til að tigna þær eða leita
ásjár.
Góður fulltrúi síðrómanskra líkneskja er Maríumynd ein, sem mikið
hefur verið skrifað um og víða birtar myndir af (24. mynd). Ekki er vitað
úr hvaða kirkju hún er, en líklega er hún sænsk. Hún er í hópi sænskra
Maríumynda, sem eiga sér nánar hliðstæður á meginlandi Evrópu. Þessar
myndir eru taldar eiga sér franskar fyrirmyndir.61 Selma Jónsdóttir setti
fram þá tilgátu að liér væri komin fræg Maríumynd frá Hofsstöðum í
Skagafirði, senr mikil helgi var á í kaþólskum sið. Athyglisvert er að stíll-
inn er orðinn mun mýkri en á Ufsa-Kristi, klæðafellingar eru mjúkar og
eðlilegar og vart verður meiri natúralisma í lögun og svip andlitsins. Sé
það rétt að Maríumyndin sé innflutt, hefur hún örugglega haft áhrif á
innlenda líkneskjusmíði. Hún hefur verið talin frá því rétt eftir 1200.
Líkneski í gotneskum stíl
Til eru nokkrar útskornar myndir í gotneskum stíl, sem virðast íslenskar.
I fyrstu skal fjallað um róðukrossa, og verður staðnæmst við róðu úr birki
úr Húsavíkurkirkju (Isl. þjóðm. V, bls. 130, 25. mynd í þessari grein). Þessi
Kristsnrynd er gjörólík hinni rómönsku. Það er hinn þjáði frelsari sem
sýndur er. Hann hangir þyrnikrýndur á krossinum og höfuðið hallast út á
aðra hlið. Fæturnir eru festir á krossinn með einum nagla, og er hægri
fótur ofan á. Síðusárið er rist í líkneskið og málað. Kristsmyndir af þessari
gerð voru algengar í Evrópu á gotneska stílskeiðinu. Höfuð Krists á
Húsavíkurkrossinum hallast óvenjulega mikið til hægri. Töluvert lík
mynd er til í Noregi. Hún er frá því um 1300, og talið að í henni megi
greina ensk áhrif.62 Ovenjulegt er einnig að neðan við fætur Krists er
skorið mannshöfuð séð að framan.
Róðukross sem er augljóslega skyldur Húsavíkurkrossinum, og ef til
vill eftir sama tréskera, er úr eigu Saurbæjarkirkju í Eyjafirði. Hann er
mjög illa farinn, og hefur verið málaður rauðbrúnn. A þessari róðu er