Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
26. mynd. Róðnkross frá Silfra-
stöðum í Skagaftrði. Róðan er lir
ftiru, 57,8 ciii há, krossinn úr eik,
126,5 cm hár. Máluð áletrun á
gyllta bryddingu neðst á lenda-
klœðinu virðist verafrá siðaskipta-
tímanum. En róðukrossinn virðist
eldri. Utlit róðunnar með tiltölu-
lega sítt lendaklœði bendir til að
hún sé a.m.k. hundrað árum eldri
en siðaskiptin. (Þjms 4522. Ljósm.
lvar Brynjólfsson.)
Kristján Eldjárn rétt fyrir sér, þegar hann telur krossinn frá því um siða-
skipti, þegar kennimenn voru mjög á verði gegn tilbeiðslu mynda.65 Hins
vegar læðist að sá grunur að áletruninni hafi verið bætt á kross sem var
talsvert eldri. Bæði á krossi og Kristmynd eru einkenni sem minna á
róðukrossa frá 13. öld. bað er mjög fornlegt að Kristur skuli sýndur með
opin augu. Krossinn hlýtur að hafa verið fremur fornlegur þegar hann
var gerður, og freistandi að telja að hann sé að minnsta kosti hundrað ár-
um eldri en áletrunin á lendaklæðinu.
Aukins raunsæis tók að gæta þegar leið á 14. öld og farið var að túlka
píslir hins blóði drifna frelsara á áhrifaríkari hátt, bæði með skurði og
málningu. Segja má að á 14. öldinni sé gengið lengst í að sýna þjáning-
una á krossinum. Einkenni á myndum frá þessum tíma eru bogin hné
Jesú, þannig að höfuð, líkami og fætur mynda öfugt S (eins og á mynd á
bls. 181 í Isl. þjóðm. V). Myndir frá síðara hluta miðalda sýna kvalirnar
ekki eins greinilega, þó einnig séu dæmi frá þeim tínra um sárþjáðan og
blóðstokkinn frelsara. Allir kórbogakrossar sem varðveittir eru á Islandi
túlka þetta atriði af mikilli hófsemi. Greinilegust er þjáningin á mjög lít-
illi nrynd af blæðandi Kristi, sem nú vantar bæði handleggi og kross, úr
kirkjunni á Stað í Steingrímsfirði. Hún gæti hafa verið af altariskrossi eða
úr altarisskáp (sjá hér á eftir), og er sennilega frá því um 1500.66