Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 33
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
37
Krossfestingarmyndir með mörgum útskornum styttum voru mjög al-
gengar. A þeim eru jafnan María guðsmóðir og Jóhannes postuli syrgj-
andi við krossinn. Nokkrar litlar lágmyndir á paxspjöldum úr tré sýna
krossfestinguna (t.d. tafla frá Selárdal í Arnarfirði, þar sem sorg Maríu er
fagurlega túlkuð. Isl. þjóðm.V, bls.181). Flestar aðrar myndir sem varð-
veist hafa eru heilskornar.
Aukið raunsæi birtist ekki einungis í krossfestingarmyndum. hað setti
svip sinn á líkneski yfirleitt. Stíllinn á gotnesku Maríumyndunum varð
smátt og smátt ekki eins hátignarlegur og upphafmn. María breyttist í
eðlilega unga móður, og sveinninn í kjöltu hennar varð ekki eins stífur
og líktist meir lifandi smábarni. En þessar breytingar urðu smám saman.
Yfir Maríumyndum í frumgotneskum stíl (dæmi: 27. og 28. mynd) hvílir
þó enn hátíðlegur og virðulegur blær, jafnt móður og barni.
Dýrlingaskápar
Þegar leið á miðaldir varð algengt að koma myndum af Maríu og öðrum
dýrlingum fyrir í nokkurs konar skápum. Hver slíkur dýrlingaskápur var
ætlaður fyrir eina mynd og var honum komið fýrir á altari. Bak var í
skápnum og þak yfir og vængjahurðir á hjörum þannig að hægt var að
loka fýrir dýrlingamyndina. A skáphurðunum innanverðum voru stund-
um litlar myndir, útskornar eða aðeins málaðar. Utan á hurðunum var
gjarnan eitthvert málað skraut. A vissun: hátíðum kirkjunnar voru
dýrlingaskáparnir opnaðir, og styttan og innanverðar skáphurðirnar sáust.
Gat það verið fögur sjón, því að klæði líkneskjanna voru máluð og gyllt
og bakgrunnurinn í skápnum var oft gylltur.
Stærsti og glæsilegasti Maríuskápur úr íslenskri kirkju sem varðveist
hefur er frá Múla í Aðaldal og var sendur þaðan til danska þjóðminja-
safnsins í Kaupmannahöfn árið 1859. Þar er hann enn til sýnis í einum af
miðaldasölunum (27. mynd). Hann er talinn frá síðara hluta 13. aldar og
er dæmigerður fyrir það tímabil — að öðru leyti en því að bæði skápur
og líkneskja eru úr furu, en algengast var að þau væru úr eik. A þessu
skeiði voru gerð stærri líkneski en áður. Meira var tekið úr þeim að aftan
og oft var borað niður í höfuð þeirra, án þess að það sæist á framhliðinni.
Því miður hefur bæði skápur og líkneski skaddast töluvert. En Jesúmynd-
in er varðveitt, enda er hún skorin úr sama stykki og Maríumyndin. Líkn-
eskin eru í eðlilegum stellingum og hlutföllum. Bæði það og haglega gerðar
fellingar í klæðum benda til þess að þær séu gerðar á verkstæði atvinnutré-
skera. Af því að verkið er úr furu, hafa menn giskað á að það væri norskt að
uppruna, en hingað til hefur ekki verið hægt að skera úr um það með vissu.