Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 43
UTSKURÐUR OG LIKNESKJUSMIÐ URTRE
47
litlu svæði norðanlands, úr Eyjafirði og Skagafirði. Fjalarbrotið frá Gaul-
verjabæ, kirkjuhurðin frá Valþjófsstað, fjalarbúturinn frá Skjaldfbnn og
viðirnir frá Hofi á Kjalarnesi eru undantekningar. Ekki er víst að þessi
dreifing sé alger tilviljun. Sterka stöðu Norðurlands má ráða af því að
fjórðungurinn varð sérstakt biskupsdæmi (1106), en hinir fjórðungarnir
þrír voru eitt biskupsdæmi saman. Eyjafjörður og Skagafjörður voru auð-
ug landbúnaðarhéruð, og biskupssetrið Hólar var í Skagafirði. Það varð
mikilvægt menningarsetur, og við vitum að dómkirkjan þar var auðug að
dýrgripum af ýmsu tagi.7n
Þótt þess sé hvergi beinlínis getið að útskurður hafi verið á dyraum-
búnaði og annars staðar í miðaldakirkjunum á Hólum, má gera ráð fýrir
að þær hafi verið fýrirmyndir í héraðinu, einnig á þessu sviði. Eins og við
höfunt séð (bls. 00-00 ) var tréskurður notaður til skrauts á Munkaþver-
árklaustri í Eyjafirði. Ekki leikur vafi á að helstu og mikilvægustu verk-
efni tréskera voru á klaustrum og kirkjustöðum. Við vitum lítið um að
ltve miklu leyti veraldlegar byggingar og húsbúnaður voru skreytt með
tréskurði. En ekki er ólíklegt að stöku byggingarhlutar hafi verið skreytt-
ir þannig á stórbýlunt. I Skálholtsbiskupsdæmi voru einnig auðug héruð
með höfðingjasetrum, klaustrum, kirkjum mörgum og biskupssetri. Vel
má vera að sérstök rækt hafi verið lögð við tréskurð í Eyjafirði og Skaga-
firði. En hitt getur eins verið að tíminn hafi farið verr með tréskurð í
Skálholtsbiskupsdæmi. Nægar eru heintildir um að skurðlist átti sér
einnig hefð þar.Veðurfar kann að hafa skipt máli um varðveislu á skreyti
utanhúss. Mun þurrara er á Norðurlandi en á Suðurlandi, og sýnir það sig
m.a. í því að torfhús entust venjulega töluvert lengur fýrir norðan. Lista-
verk úr öðru efni en tré, senr varðveist hafa frá miðöldum, dreifast líka
jafnara milli landshluta.
Ekki gegnir alveg sama máli um líkneski frá miðöldum. Kristján
Eldjárn benti réttilega á að stóru róðukrossarnir, sem varðveist hafa,
eru allir úr norðlenskum kirkjum. Hann taldi að þetta gæti að
einhverju leyti verið vegna þess að lúterskir biskupar í Skálholti hefðu
gengið skörulegar fram í því að fjarlægja allt sent minnt gæti á
kaþólskan sið.76
Ef við skoðum varðveittan miðaldaskúlptúr í heild, og tökum með
öll líkneski úr íslenskum kirkjum, bæði af erlendum og íslenskum upp-
runa, sjáum við aðra mynd. Þá virðist um það bil jafnmikið til frá Vest-
fjörðum og úr Norðlendingafjórðungi, og e.t.v. nokkru minna af Suð-
urlandi.