Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
37. mynd. Spónastokkur úr Húnavatnssýslu (séður að ofan). Úr birki 29,7 cm langtir.
Sennilega elstur af þcim spónastokkum sem varðveist hafa. Lokið er eins og stokkurinn í lög-
un. Kringlóttu bumburnar voru fyrir spónblöðin. Lok og hliðar cru skreytt með lágt upp-
hleyptum myndum manna og dýra. A lokinu eru kynjadýr, og borði úr snúnum böndum
langsum eftir miðju,fyrir utan nafnið „teitur þorda’’ með höfðalctri. (Þjms 2707. Ljósm.
Gísli Gestsson.)
fyrir í áletruninni í hringkeðjunni á framhlið kassans, þar sem stendur:
| g| u | d| ihs | chs | dr | ott | in | n“. Draflastaðastóllinn gefur okkur þannig
tiltölulega gamalt dæmi um höfðaletur, sem alltaf var lágt upphleypt. Þessi
gerð áletrana er sérstök í íslenskum listiðnaði og var mikið notuð um
aldir.78
Það eru ekki eingöngu kirkjumunir sem varðveist hafa frá þessum
tínra og síðari. Búshlutir voru einnig skreyttir með útskurði, og margir
eru varðveittir, einkum frá því eftir 1600. Aðeins örfáir verða nteð
nokkrum líkum taldir jafngamlir Draflastaðastólnum (t.d. 37. ntynd).79
Afdrif dýrlingamynda
Siðaskiptin voru miklu örlagaríkari fyrir kirkjulega líkneskjugerð heldur
en fyrir skrautskurðinn. Innflutningur á kirkjulist hafði verið mikill, en
lagðist nú af, og þau listaverk sem til voru fyrir voru víðast hvar fjarlægð
úr kirkjum. Lúterskir prestar voru á verði gegn tilbeiðslu dýrlinga. Hin
fjölmörgu líkneski dýrlinga, karla og kvenna, urðu að hverfa, og þekkt
eru dæmi um að þau væru falin til að bjarga þeim frá eyðileggingu. Jafn-
vel myndir af Kristi á krossinum gátu verið varasamar. Frægastur allra
miðaldakrossa var krossinn í kirkjunni í Kaldaðarnesi í Arnessýslu. Menn
trúðu á mátt hans til að gera kraftaverk, og krossinn var dýrkaður og til-
beðinn alveg þangað til fyrsti lúterski biskupinn tók til sinna ráða og lét
taka hann niður. Næsti biskup lét höggva krossinn í smátt og brenna.80