Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 48
52
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
38. mynd. Predikunarstóll,
sem var upphajlega í dóm-
kirkjunni á Hólum. Síðar
eignaðist Fagraneskirkja
hann. Ur eik, um 123 cm á
hœð. Skrautverkið sýnir
smáatriði sem algeng voru í
húsagerðarlist endurreisnar-
tímans. Láréttir listarnir eru
mcð skrautböndum sem
kölluð eru eggstajur og tann-
skurður, og hálfsúlur skipta
stólnum í Jleti. Mann-
amyndirnar í stóru reitun-
um, Kristur og guðspjalla-
mennirnir Jjórir, hver undir
sínum boga, standa á stöll-
um á tiglóttu gólfi (sem á að
tákna steinfísar). Þeir eru t
síðum kyrtlum og skikkjum,
mcð geislabaug um höfuð og
hver með sitt einkenni.
Kristur er sýndur sem frels-
ari heimsins (Salvator
mundi), hann heldur á
hnettinum með krossi. A
stallinum undir fótum hans
stendur skrifað „SALVAT-
OR “. Einkenni guðspjalla-
manttanna eru engill fyrir Matteus, Ijónfyrir Markús, naut fyrir Lúkas og örn fyrir Jóhannes.
Þar að auki standa nöfnin á fótstöllunum og S sem táknar „sanctus “ - heilagur. Yftr Matt-
eusi stendur ANNO, og yftr Markúsi ártalið 1594 og bókstafirnir GT, upphafsstafir Guð-
brands Þorlákssonar biskups, sem líklega hefur látið smíða stólinn í Þýskalandi. - Predikun-
arstóllinn var upprunalega málaður og gylltur og honum tilheyrði útskorin húfa. Nú er hann
lakkaður brúnn. (Þjms., Víd. 1. Ljósm. höfundur.)
Alþýðulist og atvinnumennska á 17. öld
Þegar kemur fram á 17. öld, verður erfitt að velja þau dæmi sem best
sýna þróun tréskurðar og líkneskjusmíðar á Islandi. Svo miklu meira er
varðveitt en frá fyrri öldum. Af listiðnaði frá því eftir 1600 er mest varð-
veitt af tré. Margir gripanna bera ártöl og nöfn margra tréskera eru
þekkt, og er hjálp að því, þegar reynt er að draga upp mynd af framvind-
unm.