Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 50
54
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
40. mynd. Hnrð í fttruskáp, Itklega t'tr Eyjaftrði.
Hurðin cr um 76,5 ctn Itá. Myndefnin sem skorin
eru, jjaðurmögnuð dýr í teinungahlykkjum, ertt vel
ogfagmannlega skorin, lágt upphleypt. Þau bera ein-
dreginn rómanskan svip, en ártalið er í 632. Artalið
og nokkrir upphafstafir standa á mjóuiii reitum sem
skilja að ferhyrndu aðalfletina. Skápurinn er nú
brúnbæsaður og áletranirnar málaðar með Ijósum lit.
(Þjms. 1986:1449. Ljóstn. ívar Brynjólfsson.)
Greipsson frá Haugi (Auðshaugi) á Barða-
strönd. Hann á sjálfur að hafa málað
hann með heimatilbúnum litum.
Verk óþekktra tréskera
á heimilum og í
Aðeins faeinir af skurðlistamönnunum
eru þekktir með nafni. Það á við eins á
17. öld og á fyrri tímum. Þó er stundum
liægt að eigna sama manni mörg verk,
þótt nafn hans sé óþekkt. Efnisval og
handbragð veldur því.T.d. má eigna sama
manni tvær skáphurðir, með fagurlega
gerðum skurði (sjá 40. mynd). Önnur er
úr Svarfaðardal og hefur verið þekkt
lengi.85 Sú hurð ber svo sterkan svip af
miðöldum að freistandi var að telja hana
frá því fyrir 1600, þangað til hin hurðin kom fram í dagsljósið. Hún er
enn fyrir skápnum, sem keyptur var á uppboði í Kaupmannahöfn 1986.
A þeirri skáphurð er ártalið 1632 sem er furðulega seint, en myndefnin í
aðalreitunum þremur eru í rómönskum stíl, dýr í teinungafléttum. Ekki
var annað vitað um uppruna þessa skáps en að hann væri íslenskur. En
þegar hann er borinn saman við útskurðinn á þeirri skáphurð sem áður
var nefnd, liggur nærri að ætla að hagur skurðmeistari í Eyjafirði hafi
gert bæði verkin. Skápurinn með ártalinu ber einnig upphafsstafi, sem
benda til að hann sé úr einkaeign.
Ekki er alltaf hægt að skera úr um hvort t.d. skápar og kistur hafi verið
notuð á heimili eða í kirkjum. A dómkirkjuloftinu á Hólum hefur fund-
ist nokkuð sködduð yfirbrík líklega af skáp. A henni miðri er skjaldar-