Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 51
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
55
41. myud.Yfirbrík af skáp. Fundin á loftinu á Hóladómkirkju. Úr furu, nú 75 cm löng
(sagað af báðutn endum). Artalið 1638. Bókstafirnir TS cru upphafsstafir Þorláks biskups
Skúlasonar. Samhveft stöngulskreyti beggja vegna við skjöldinn er af rómanskri gerð mcð
snigilvafningum ogfléttum og eru bœði dýr og menn í vafningunum. Mannamyndirnar aftur
á móti cru tveir karlmenn, búnir að hœtti endurreisnartímans. Hvor um sig rckur dýr í gegn
með spjóti, annar dreka en hinnflugl. (Þjms. 6350. Ljósm. Ivar Brynjólfsson.)
merki með fangamarki Þorláks biskups Skúlasonar og upphleyptu ártal-
inu 1638 (41.mynd).
Val myndefnis í skrautskurðinum var nátengt lögun þeirra reita sem
skreyta átti. Langir, mjóir reitir hentuðu vel fyrir tiltölulega einfalda
jurtateinunga með stöngla sem bylgjuðust og báru flipótt blöð í hverri
bugðu til uppíylhngar, eða menn völdu sér brugðning úr böndum eða
leturband. A breiðari reitum rnátti koma fyrir fyrirferðarmeiri snigiltein-
ungum en stuttir, ferningslaga eða hringlaga reitir hentuðu fyrir rósettur,
samhverfar jurtir eða upphafsstafi. Endar sem stóðu út á ýmsum gripum
voru gjarnan látnir taka á sig lögun dýrshausa. Drekahöfuð með ógnvekj-
andi tanngörðum og með mann í gininu voru algengt ntyndefni og not-
að á margvíslegum búshlutunr (dæmi 47. og 53. mynd). Ef til vill áttu
þessar myndir að sýna vesæla glataða sál í vítiskjöftum. Myndefnið er frá
miðöldum, en var notað áfram af íslenskum tréskerum eins og mörg
önnur myndefni frá miðöldum.
Róðukrossar á þessum tíma voru ekki mjög frábrugðnir eldri kross-
um, ekki heldur erlendis. I Hóladómkirkju hangir róðukross sent líklega
er frá fýrri hluta 17. aldar og smíðaður erlendis, sennilega í Þýskalandi.
Hann hefur verið notaður sem minningarmark um Einar biskup Þor-
steinsson (d. 1696) og fyrri konu hans, Ingibjörgu Gísladóttur. Tréskurð-
armyndir afþeim hjónum hafa komið í stað mynda afMaríu mey ogjó-
hannesi lærisveini við fótstall krossins og síðar hafa bæði kross og myndir
verið máluð. Kristján Eldjárn veitti því athygli að myndirnar tvær sem
standa eru skornar af óvanari hönd en Kristmyndin sem er fagurlega