Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Qupperneq 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skorin og komst hann að þeirri niðurstöðu að hinar myndirnar væru
yngri en róðan sjálf.86Til er rituð heimild um að Þorlákur Skúlason, senr
biskup var á Hólum 1627-1655, hafi gefið dómkirkjunni róðukross sem
komið var fyrir yfir kórdyrum.87 Vel kann að vera að það hafi verið þessi
kross sem notaður var í minnismerkið í lok aldarinnar.
bað er algengt í alþýðulist að skrautverk er oft gert af mikilli fimi, en
mannamyndir virðast yfirleitt klunnalegri og frumstæðari. betta má
glöggt sjá í íslenskum tréskurði. Mannslíkamir, heilskornir eða upp-
hleyptir, bera það með sér að tréskerarnir voru ólærðir og kunnu ekki að
fara með hlutföll mannslíkamans, en skrautverkið er oft tilkomumikið
með finlegri og vandvirknislegri útfærslu, jafnvel í flóknustu mynstrum.
A sama tíma var búið til mikið af skrautskurði sem bar með sér að höf-
undar hans voru viðvaningar.
Eins og við höfunr séð var bæði kirkjubúnaður og nytjahlutir á heim-
ilum prýddir skrautskurði í gamalli hefð, mest í rónrönskum stíl, þar sem
jurtamyndir réðu ríkjum.
Guðmundur Guðmundsson og bijóskbarokkið
A sama tíma og miðaldir stóðu áfranr í tréskurðinum út öldina, kom
greinileg nýjung til sögunnar, skrautverk í stíltegund sem nefnd hefur
verið brjóskbarokk. Einkum er þetta verk eins manns. Sá var Guðimmdur
Gudinundsson úr Borgarfirði (um 1618 - eftir 1686), kallaður „smiður“
eða „snikkari“. Hann er fyrsti fagmaðurinn menntaður erlendis, senr við
þekkjum í sögu íslensks tréskurðar.88 Hann stundaði nefnilega nám í
Kaupmannahöfn og sneri að því loknu heim (árið 1647) og fékk mörg
verkefni. Hann var bygginganreistari nýju dómkirkjunnar i Skálholti,
stóru timburkirkjunnar, sem var að mestu byggð um miðbik 17. aldar,
meðan Brynjólfur Sveinsson var biskup. bað er líklegt að Guðmundur
hafi einnig átt þátt í að smíða innri búnað kirkjunnar og ef til vill hefur
hann einnig gert altaristöflu og predikunarstól, sem geta hafa verið
skrautskorin, þó að þessir hlutir séu ekki varðveittir og ekki dl
uppplýsingar um þá í áreiðanlegum ritheimildum.8y
Síðar starfaði Guðmundur á Norðurlandi, þar sem Gísli biskup bor-
láksson á Hólum fól honum ýmis verkefni. Meðal útskurðarverka hans í
tré má nefna öskjulok frá 1677, kistu frá 1680 og stól án ártals, allt með
upphafsstöfum Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúar, einnig predikunarstól
í lllugastaðakirkju í Fnjóskadal með upphafsstöfum biskupshjóna og ár-
talinu 1683.
Utskurður Guðmundar á öskjulokinu er mjög dænrigerður (42. mynd