Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 53
UTSKURÐUR OG LIKNESKJUSMIÐ URTRE
57
42. mynd. Kringlóttar öskjur af ýmsum stœrðum voru mcðal nytjahluta heimilisins. Lokin
voru oft skrcytt með sammiðja höndum, eins og sjá má á þynnunni úr loki t.v. Húti erfrá
Gautlöndum, S.-Þing. Úrfitru, 41,3 cm í þvermál. Artalið er 1634, svo að þetta kynni að
vera elsta öskjulok sem til er. T.h. þynna úr loki af öskjmn lir beyki, 23 cm í þvermál. Ar-
talið er 1671. Skurðurinn er eftir Guðmund Guðmundsson sinið, þekktasta brjóskbarokk-
skera Islands. Hér inytida „btjóskform" skjöldinn umhvetfis fangamarkið R I (Ragnhciður
Jónsdóttir, biskupsfrú á Hólum). Kringlóttu hnúðarnir á skildinum eru dœmigerðir brjósk-
hnúðar. Beggja vegna við brjóskskjölditin og I ncfi fuglsins, má sjá litla teinungabúta af
annarri gerð, með granna, slétta stöngla og blöð gerð úr tveimur kringlóttum flipum. Þctta
skrcyti er endurtekið á mörgum verkum Guðmundar. Aletrun ineð brún umhverfis:
EG. GEING. VT.EDVr. EG.GEING.INN.SAMT.ErTVIESVS. BrODER.MINN.
(T.v. : Þjins. 1921, t.h.: Þjins. 3500. Ljósmyndir Gisli Gestsson.)
til hægri), þar sem tvö englabörn svífa og halda á lokaðri kórónu yfir
skjaldarmerki senr myndað er úr brjóskformum. Hér má sjá dæmi unr
brjóskverkið sem notað var mjög í tréskurði á fyrsta skeiði barokkstílsins.
Brjóskformin áttu sér eiginlega enga fyrirmynd í náttúrunni, en ef til vill
má líta á þau sem ummyndun á rammaskrauti frá endurreisnartímanum.
Oft líta þau út eins og þau séu gerð úr deigi eða leir og eru vafm og
undin á sérkennilegan hátt. Bijóskskurður Guðmundar var þó tiltölulega
einfaldur og í hóf stillt. Dönsk og þýsk verk, t.d. altaristöflur og predik-
unarstólar, urðu stundum alþakin brjóskformum. Hjá Guðmundi hafa
þau tilhneigingu til að mynda teinunga og hluta af plöntum.
Altarið í kirkjunni í Gröf á Höfðaströnd (43. mynd) er sérlega fallegt
verk eftir Guðnrund. Teinungur hans með grönnum stönglunr (sem
einnig er að finna á öskjulokinu) er hér sérlega vöxtulegur með margar