Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 58
62
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
46. mynd. Rúmjjöl, ekki er intað hvaðan hún er, ef til
vill tír Skagafirði. Urfuru, 110 cm að lengd. Artalið
1682. Eftir tréskera sem gerði marga útskorna nytja-
hluti á tímahilinu 1670-1690. Hann notaði áletran-
ir, bæði hófðaletur og latínuletur, og bönd, t.d. band-
fléttur eins og hér, allt flatur upphleyptur skurður, og
þekur skurðurinn yflrhorðið algerlega, svo að hvergi
sést hakgrunnur. Sumt myndefnið, einkum jurtaform,
voru „holuð úr“ með skipaskurði. Rúmflalir voru
notaðar til að halda rúmfatnaði í skorðum. Oft voru
skornar á þœr kvöldbænir. (Þjms. 14495. Ljósm. Ivar
Brynjólfssón.)
gætu minnt á gotnesk kynjadýr, og spyrja
má hvort listamaðurinn hafi fengið inn-
blástur frá dýrunr líkum þeim sem sjást á
útlendu kistuframhliðinni úr dómkirkjunni
í Skálholti (19. mynd).
Vestjjarðateinungurinn
Sérstaklega vel gerður rómanskur plöntu-
teinungur, upphleyptur og ávalur, er aftan á
bakfjöl á stól úr Dýrafirði (49. og 50.
mynd). Aletrun á herðafjöl sýnir að stóllinn
hlýtur að vera smíðaður milli 1647 og
1696. Með stöngulvafningum sínum og
litlum þríflipuðum blöðum er teinungur-
inn greinilega skyldur miðaldateinungun-
um í „íslenskum stíl“. En í hverjum vafn-
ingi miðjum er einn blaðflipi stækkaður
upp í stóran kólflaga rúðustrikaðan
„ávöxt“. Þetta einkenni er endurtekið á
mörgum verkum sem ættuð eru frá Vest-
fjörðum og greinilega eru eftir marga út-
skurðarmenn. Það eru bæði öskjur, trafa-
kefli og kistlar.101 Sama myndefni var not-
að áfram einnig á 18. öldinni, og við getum
þannig án vafa talað um sérstaka vestfirska
hefð í tréskurði (sjá bls. 74).