Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 63
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTILÉ
67
53. inynd. Trafakejli, óvíst um iippmna (kann að vera úr
Eyjaftrði, cn þaðan eru komin inörg trafakejli með háum
miðkambi milli íbjúgra þverstykkja). Ur beyki, 56 cm langt.
Skrautskurðurinn cr allskyldtir skurðinum á ftmm skápfratn-
hliðum úr Eyjaftrði (t.d. 52. inynd). Handföngin erit sérlega
vel skorin með lausa hringa umhveifis grötmtt hlutana.
(Hringinn um hálsinn á drekahausnum vantar núna.) A
mörgum íslenskum trafakefium var annað handfangið eins og
drekahöfuð í laginu, sitm vorit með manti í gininu. A öðrum
kefium var handfang í lagintt eins og krepptur hnefi. (DNM
O. 173. Ljósm. Nationalmuseet, Kaupmannahöfn.)
Ekki var hætt að nota hátt upphleyptan ávalan
skurð í hefðbundnum íslenskum tréskurði.
Margvíslegir gripir frá síðasta hluta aldarinnar
eru prýddir slíkum skurði og einkum ber mjög á
honum í ríkulegum útskurði á fimm skápuni úr
Eyjafirði (dæmi 52. mynd). Framhliðar fjögurra
skápanna eru svo líkar að ætla má að sami maður
hafi skorið þær allar, en fimmta framhliðin gæti
verið eftir annan mann. Þær eru sérkennilegar að
sjá með þétta teinungavafninga og bandfléttur
(entrelacs) - órafjærri því skrautverki sem í tísku
var úti í Evrópu, en minna aftur á móti á
dyraumgerðir stafkirknanna gönrJu. Enn meira af
,,anda miðalda" virðist lifa hér en í vestfirska
skreytinu, sem þrátt fýrir allt er nokkuð reglu-
bundið og agað. Skrautið á skápunum er aðeins
að nokkru leyti samhverft og skipulegt, en í
mörgum réitum vindur teinungurinn sig frjáls-
legar og myndar bendu af greinum sem vefjast
og fléttast hver um aðra. Nokkur trafakefli eru
með skurði sem er áberandi líkur þeim sem á
skápunum er. Eitt þeirra ber ártalið 1682 og er
það frá Þverá í Eyjafirði.
Sá mikli útskurður sem varðveittur er frá 17.
öld, ber þess vott að tréskerar höfðu á valdi sínu
nrargvísleg myndefni og gátu brugðið fyrir sig
mikilli fjölbreytni í skurði. Obeint segir allur þessi „miðaldalegi" út-
skurður líka að þau fáu verk, sem varðveitt eru frá miðöldum sjálfum,