Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
56. mynd. Neðri hluti vindskeiðar af kirkjunni í Hafrafells-
tungu í Öxarfirði. Önnur af tveimur vindskeiðum úr furu,
upphaflega meira en 245 cm löngum, eftir Þórarin Einarsson,
1714. Þó að vindskeiðin sé mikið veðruð er aðalmynstrið í
útskurðinum varðveitt. Það eru stórgerðar plöntur hátt skorn-
ar, líkari trjám cn teinungum, með vafningum og blaðskúfum
með blómum. Neðst á annari vindskeiðinni er fiskur og stór
öngull en á hinni tröllaukin býfuga með býkúpu, og eykur
það náttúrulegt yfrbragð skurðarins. (Þjms. 4141. Ljósm.
Ivar Brynjólfsson.)
(54. mynd). Handfangið er eins og hönd í laginu
og á handarbakinu vex planta með blómum. Alla
þessa öld höfðu íslenskir skurðarmenn afar mikl-
ar mætur á blómum, stórum og smáum, meira
eða minna stílfærðum. Trafakefli frá 1747 er að
því leyti látlaust. A því eru einfaldar skorur og
strik. En það staðfestir að þessi grein íslensks tré-
skurðar þróaðist með sínum eigin hraða, og þró-
aðist hægt, því að handfangið á öðrum enda er
drekahöfuð og áletrunin er með rúnum.103
Þórarinn Einarsson og blóinabarokkið
Allmargir tréskurðarmenn eru þekktir með
nafni.104 Hér verða nokkrir nefndir. Illugi Jóns-
son (nefndur hér að framan, bls. 00-00) hefur lát-
ið eftir sig verk frá því bæði fyrir og eftir alda-
mótin. Santa er að segja um Þórarin Einarsson,
sem hlýtur að hafa verið um tíu árum yngri.
Hann á að vera fæddur uni 1670, og verk hans
virðast gagnstætt verkum Illuga einkum vera frá
því eftir aldamótin. Hann virðist fyrst og fremst hafa unnið fyrir kirkjur á
Norðurlandi. Verk hans einkennast af stórgerðum formum og dálæti á
blómum. Utskurður hans virðist liafa tekið svip af því skeiði barokkstíls-
ins sent kallað er blómabarokk eða flæmskt barokk. Þessi skurður er mjög
frábrugðinn útskurði í gamalli íslenskri hefð, en ekkert er vitað um hvar
Þórarinn lærði tréskurð. (Aftur á móti er vitað með vissu að hann var
kallaður „Galdra-Þórarinn“ af því að hann átti að kunna ýmislegt fyrir
sér). Hann notaði óvenjulega hátt upphleyptan skurð í verkuni sínum.
Plöntustönglarnir hjá honum eru líkastir trjástofnum eða gildum grein-