Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
58. mynd. María með barnið, úr
Vatnsjjarðarkirkju. Ur beyki, 56
cm á hœð. Gerð af séra Hjalta
Þorsteinssyni rétt fyrir 1700.
Upphajlega var kóróna fest á
höfuð líkneskisins. Annar liand-
leggur er skaddaður. Hlutfóllin í
myndinni eru góð, en barnið á
handlegg hennar i minnsta lagi.
Fellingar í klceðum Maríu gætu
bent til fyrimyndar frá miðöld-
um. (Þjms. 3328. Ljóstn. ívar
Brynjólfsson.)
Séra Hjalti Þorsteinsson
Séra Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði (1665-
1754) hlýtur að hafa verið „skurðhagur“
meira en í meðallagi. Þessi gáfaði og fjölhæfi
guðfræðingur, senr lauk guðfræðiprófi í
Kaupmannahöfn 1690, er m.a. talinn hafa
lagt stund á málaralist, höggmyndalist og
söng meðan hann var þar.10<) Varðveittar eru
allmargar málaðar mannamyndir eftir hann.
Þau verk er nteð mestri vissu verða eignuð
honum eru útskurðarverk og „bilthugger-
verk“ úr Vatnsfjarðarkirkju þar sem hann var
prestur í 50 ár, allt til 1742, og unr tíma
prófastur.
Heilskornar eru tvær Maríumyndir, sem
hljóta að vera gerðar fyrir 1700. Þá stærri
(58. mynd) hefur Kristján Eldjárn kallað
„Maria rustica islandica“ vegna hins blóm-
lega, „alþýðlega" svips á henni. Minna Mar-
íulíkneskið er mjög líkt því stærra. Kristján
velti því fyrir sér hvort það gæti verið eldra
og að séra Hjalti hefði notað það sem fyrir-
mynd, en þó taldi hann líklegast að bæði
líkneskin væru eftir sama ntann.
Róðukross senr hangir í þeirri kirkju sem
nú stendur í Vatnsfirði er sennilega gerður
milli 1700 og 1725. Krossinn er T-laga og
Kristsmyndin er nrjög raunsæ og hlutföll vel
gerð, í myndinni ríkir ró og jafnvægi.
Viðamesta verk sem við þekkjum nú eftir
séra Hjalta er predikunarstóll sá er hann
smíðaði fýrir Vatnsfjarðarkirkju (59. rnynd).
Hann hlýtur að hafa verið glæsilegur gripur,
sýnu tilkomumeiri en hann er nú, því að á
honum var hurð, og upphaflega stóð hann á
fæti, sem örugglega hefur líka verið útskor-
inn og yfir stólnum var húfa eða hinrinn,
sem að líkum hefur verið búinn með bíldhöggvaraverki á svipaðan hátt
og hliðar stólsins eins og tíðkaðist á þeinr tíma. Þetta er predikunarstóll í