Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 75
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
79
64. inynd. Lok af kistli,
líklega frá Vestfjörðum.
Ur furu, 21,5 cm langt.
Artalið 1758. Bæði á
loki og öllum fjórum
hliðum kistilsins er hátt
upphleypt jurtaskreyti
með mynduin af rnönn-
um,fefœttuni dýruni og
fuglum. Aframhlið kist-
ilsins eru einnig tvö
englahöfuð. (Þjms. 1004.
Ljósin. ívar Brynjólfs-
son.)
Myndir af samtímamönnum
Ahuginn á að sýna samtímamenn kemur fram í útskurðinum á allmörg-
um gripum úr ýmsum landshlutum, einkum frá síðari hluta aldarinnar.
Myndirnar eru gerðar af mismikilli kunnáttu, oft eru þær áhugaverðari
fyrir það sem þær segja urn menningarsögu eða búningasögu, heldur en
fyrir listgildi sitt. Tréskurðarmennirnir hafa haft auga fýrir samtíð sinni.
(Dæmi 61, 63, 64. mynd).116 Mjög oft eru mannamyndirnar notaðar með
plöntuskreyti. Ekki eru myndirnar allar úr áþreifanlegum íslenskum
veruleika. Stundum er fólk sýnt bæði með ljónum og drekum (dæmi 64.
mynd).117
Kistillinn með ártalinu 1758 og óvenjulega hátt upphleyptum skurði
(64. mynd) er líklega frá Vestfjörðum. Jurtaskreytið á honum sver sig
greinilega í ætt við skrautið á öðrum gripum sem vitað er að eru úr
þessum landshluta. Kistillinn er líflegur og skemmtilegur með allar
myndir sínar af mönnum og dýrum, umvöfðum gróðri, og fólkið klætt
eftir tísku síns tíma.118 Lokið er prýtt teinungi, en á hliðunum fjórum er
uppréttur bolur í miðju sem minnir á tré. En plöntuhlutarnir eru þeir
sömu: grópaðir stönglar með miðlínu ristri í, oddhvöss eða bogadregin
blöð sem „holað er úr“ með naglskurði eða skipaskurði, víða eru mynd-
aðir upphleyptir hringlaga eða ferhyrndir reitir.
Hjónasæti frá Vestjjörðum
Það er einmitt þessi gerð jurtaskreytis sem kemur fyrir á mörgum grip-
um frá Vestfjörðum, m.a. á ríkulega útskornu hjónasæti úr Hraunskirkju í
Dýrafirði (65. rnynd).119 Áhugavert er að skreytið sýnir skyldleika við