Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
öryggi. Myndefnið er aðallega jurtateinungar, sem eru næsta ólíkir hver
öðrum. Margir þeirra eiga rætur að rekja til miðalda, eru af rómönskum
uppruna, aðrir bera meiri svip af stíl endurreisnartímans. Annað skraut-
verk á stólnum er gert úr sömu jurtahlutum og teinungarnir sjálfir. Það er
sjaldgæft að plöntuskreyti prýði eins stóra fleti og á þessum stól. Hann er
úr Breiðdal (Suður-Múlasýslu). En miklar líkur eru á að hann sé uppruna-
lega úr Jökuldal (Norður-Múlasýslu). Það er nefnilega til annar stóll,
þremur árum yngri, frá Fossgerði í Jökuldal, og skurðurinn á honum
hlýtur að vera eftir sama mann. Pijónastokkur, sem ættaður er úr sama
landshluta, frá Seyðisfirði, er prýddur teinungi af einni þeirri gerð sem
fyrir kemur á stólunum, en er greinilega einnig eftir sama tréskera.125
Einnig eru til tveir yngri stólar úr Jökudal, frá 1849 og 1847. Þeir eru
skornir af öðrum manni, en teinungurinn eins-
leiti gæti vel verið eftirlíking af einum af tein-
ungunum á eldri stólunum.126 - Stólarnir fjórir
gefa gagnlega innsýn í tréskurðinn á Austurlandi.
Fáir gripir eru annars þekktir frá því svæði sem
lengi var nokkuð afskekkt.
Hjálmar Jónsson í Bólu
Tréskeri sem við þekkjum með nafni er Hjálmar
skáldjónsson (Bólu-Hjálmar) í Skagafirði (1796-
1875). Þekktastur er hann af skáldskap sínum, en
hann var einnig mikilvirkur útskurðarmaður.
Kristján Eldjárn hefur gefið út bók um trésmíða-
verk Hjálmars og útskurð. Er í henni fjöldi
mynda og skráin um verk Hjálmars tekur til yfir
50 varðveittra gripa.127 Kristján hefur sýnt fram á
að Hjálmar fékkst einkum við útskurð á árunum
milli 1820 og 1840. Aðeins fá dæmi eru um tré-
skurð hans frá því eftir þetta tímabil.
Verk Hjálmars skiptast aðallega í tvo megin-
76. mynd. Prjónastokkur úr Skagafirði. Úr beyki, 28 cm
langur. Artalið Í836. Eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu,
(„Bólu-Hjálmar‘j sem smíðaði marga kistla og stokka með
skrautverki eins og þessu, þar sem aðalmyndefnin cru áletran-
ir með höfðaletri og þetta sérstaka jurtaskreyti. (I einkaeign.
Ljósm. Gtsli Gestsson.)