Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hluta sem eru töluvert ólíkir hvor öðrum. Mest er af gripum með fremur
einföldum skurði. Sama skrautið breiðir úr sér á fjölda kistla, pijóna-
stokka og smástokka, þannig að mest minnir á fjöldaframleiðslu. Mynd-
efnið eru áletranir með höfðaletri og jurtaskreyti myndað úr skornum
línum og stuttum skorum. Þetta eru hlutar úr teinungum, settir saman á
óvenjulegan liátt, svo að tala mætti um teinunga sem, leystir hafa verið
upp (sjá 76. mynd). Kistlarnir eru stærstir og á þeim er best pláss fyrir
áletranir, svo þar eru heilar vísur með höfðaletri. Vísurnar eru ekki eftir
Hjálmar sjálfan, heldur eru það vísur sem algengar höfðu verið á út-
skornum kistlum frá fornu fari.128 Aletranir á minni hlutum eru einkum
nöfn eigenda.
Hinn hluti verka Hjálmars er með mun fjölskrúðugra myndefni og er
ekki fjöldaframieiðsla. Hann hlýtur að hafa lagt mjög mikla vinnu í út-
skornar framhliðar tveggja veggskápa. A öðrum þeirra er ártalið 1840.129
A hinum er skyldur útskurður og er hann trúlega smíðaður um svipað
leyti (77. mynd). Það segir mikið um þennan síðari hóp gripa, sem gjarn-
an er með jurtaskraut með upphleyptum skurði, sumsstaðar með manna-
myndum, þar að auki áletranir með mismunandi leturgerð. Teinunga-
plönturnar á framhlið skápsins eru skyldar fjölmörgum íslenskum tein-
ungum frá fyrri tíð, og eins og á skápunum fimm úr Eyjafirði frá 17. öld
(52. mynd) mynda teinungar útbrúnir á alla fjóra vegu. En Hjálmar hefur
sett sinn eigin persónulega svip á þessar plöntur, sem hafa fengið mjög
fjölbreytilegt laufskrúð. Allt verkið sýnir skreyti sem unnið er vel og af
öryggi, en myndir Adams og Evu og ormsins í syndafallsmyndinni, eru
miður sannfærandi, eins og yfirleitt er í alþýðulist. - Utskurður af sömu
gerð og á skápunum tveimur er á ýmsum fleiri gripum sem Hjálmar
skar.
Verk Hjálmars Jónssonar hafa ekki verið einangrað fýrirbæri, því að
einnig þekkjast ýmsir gripir frá Norðurlandi með skyldum útskurði, sem
þó eru eftir aðra tréskera.130 Meðal annars eru það allmargar rúmfjalir frá
því milli 1850 og 1860 með fögru jurtaskreyti.
Skreyttir mataraskar
Mataraskar, stafílát með handarhöldum og loki eru meðal þeirra hluta
sem mikið hefur varðveist af. Þó eru aðeins varðveittir fáir eldri en frá
19. öld.131 Gjarnan var útskurður á kúptu asklokinu og fagurlega skorin
handföng. Algengt er að upphleypt flatt jurtaskraut sé endurtekið á ask-
lokum, einkum bandlaga stönglar sem mynda reglubundið (samhverft)
mynstur og vefjast upp á endum (dæmi 78. mynd, að ofan).