Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 89
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
93
stellingarnar eru tiltölulega eðlilegar svo að þær eru
ólíkar klunnalegum mannamyndum alþýðulistar-
innar, þótt ekki séu þær „réttar“ í öllum smáatrið-
um. Umhverfið er gefið í skyn með skýi yfir höfði
Krists, pálmum eða trjám bak við hóp lærisveinanna
og grasi á jörðinni í forgrunni. A eikarspjaldinu er
einfaldur „perlustafsrammi“ skorinn meðfram brún-
um. Altaristaflan úr alabastri, sem fengið hefur yfir-
stykki úr tré, er einnig innrömmuð af gylltum
perlustafslistum, og umhverfis allt saman sveigist
loftverk úr akantusteinungum. Hér mætti næstum
halda að Guðmundur hefði stuðst við verk Amunda
Jónssonar, en hann getur líka hafa notað aðrar fyrir-
myndir. Það var trúlega eftir 1878 sem Guðmundur
vann i Þingeyrakirkju, því að altaristöflunnar er
ekki getið í ítarlegri lýsingu af kirkjunni og búnaði
hennar frá því ári.135
Guðmundur var upprunninn á Mýrum, en fór
víða um land, einkum á Norðurlandi. Altaristafla frá
miðöldum úr Möðruvallakirkju í Eyjafirði er með
mjög fallegt yfirstykki með akantusskrauti eftir
Guðmund, með vængjað englahöfuð í miðju.136
Sagt er að hann hafi gert margar altaristöflur, en
annars vann hann fyrir sér nreð því að skera smærri
hluti til að nota heima á bæjum, eins og t.d. vind-
hana.
Guðmundur Viborg
A síðustu áratugum 19. aldar hefur líklega verið
lögð minni rækt við tréskurðalist en áður. Að
minnsta kosti eru hlutir með ártölum tiltölulega fá-
ir. Nokkrir þeirra eru þó mestu hagleiksverk. Þar á
meðal eru rúmfjalir sem Guðmundur Viborg (1850-
1933) á Isafirði hefur skorið út. Hann fékkst við
80. mynd. Rúmjjöl frá ísafirði. Urfuru, 120,5 cm löng. Arlalið
1879. Ein af mörgum rúmfjölum sem Guðmundur Viborg hefur
skorið og eru með „natúralískum" jurtateinungum. Hér er yfir-
borð stönglanna ávalt og blöðin líkjast nokkuð eikarlaufum.
(Þjms. 10642. Ljóstn. Ivar Brynjólfsson.)