Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
81. mynd. „Bitafjöl “ úr bát. Skorin af Kjartaní Ólafssyni, Þúfu,
Vestur-Landeyjum (Rang.). Úr furu, 156 ctn löng. Artalið 1881.
Beggja vegna við flötinn með áletrun, þar sem nafn bátsins stendur
með stórum skýrum bókstöfum, sprettur fram jurt með grönnum
stönglum, jfjaðurstrengjuðum blöðum og stórum blómum. Þetta er
vandað verk. Plönturnar líta fremur út sem lifandi jurtir en sem
skrautverk. Þœr eru ekki einu sinni samhvefar. (Byggðasafnið í
Skógum, 481. Ljósm. Vigfús L. Friðriksson.)'
tréskurð ásamt ýmsu öðru á yngri árum og flutti síðar
til Reykjavíkur og gerðist gullsmiður.137 A rúmfjölum
hans er gjarnan kringla í miðju með lágt upphleyptum
og flötum upphafsstöfum, stundum viðamikil fléttuð
spegilfangamörk. Meðfram fjalarbrúninni er skorin
áletrun með höfðaletri, einhver af þeim kvöldbænum
sem venja var að hafa þar.138 En einkum ber mikið á
tveimur samhverfum plöntuteinungum, sem liggja
hvor í sína átt frá miðkringlunni. Sumir teinunganna
eru áberandi líkir teinungunum með blaðdúskum á
hóp rúmfjala frá Isafirði, sem eru eldri (dæmi 75.
mynd). Aðrir teinungar standa enn nær náttúrunni og
eru prýddir margbreytilegum blöðum og blómum
(dærni 80. mynd). Guðmundur merkti sér gjarnan
verkin og setti einnig á þau ártöl.
Guðmundur Viborg var ekki sá eini sem skar út
náttúrulegar jurtamyndir í lok 19. aldar. Fleiri dæmi
eru til um að gengið var lengra í eftirlíkingu náttúr-
unnar en nokkru sinni fýrr, svo að engu er líkara en að
lifandi jurtir hafi verið notaðar sem fyrirmyndir (t.d.
81. mynd). En ekki er að sjá að það séu innlendar jurtir
sem verið er að líkja eftir.
Andstæða við þennan nýja natúralisma er hefð-
bundni íslenski útskurðurinn þar sem ennþá réðu ríkj-
urn plöntur með bandlaga stönglum og mynduðu
stundum enn „rómönsk“ mynstur.
Filippus Bjarnason
Verk Filippusar Bjamasonar (1822-1901) hafa ekki nrjög
íslenskt yfirbragð. Til er mikill fjöldi útskurðarverka
eftir hann. Hann var mjög fær í iðn sinni, en hélt sig