Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 91
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
95
82. mynd. Spegilrammi eftir Filippus
BJarnason. Ur birki, 23,1 cm á hæð.
Utskurðnr Filippusar þekkist auðveld-
lega á fallegum smágerðum formum, þar
sem myndefnið er jurtir með blöð og
blóm og marga litla vafninga. Tiglaraðir,
eins og hér ent á hliðunum, eru einnig
dœmigerðar. Myndir af dýrum, eins og
t.d. af fuglum, cru sjaldgœfari. (Þjms.
5129. Ljósm. Ivar Brynjólfsson.)
við mjög smágert skraut, sem
unnið er af hinni ítrustu ná-
kvæmni (dæmi 82. mynd).
Hann hafði mætur á hringlaga
formum og lagði mikla
áherslu á vafninga í jurta-
skreytinu. Nokkrir af bókstöf-
um hans eru samsettir úr
jurtahlutum þar sem hringlaga
forrn eru dregin fram á sama
hátt. Asamt jurtum og bók-
stöfum notaði liann margoft
band með litlum upphleypt-
um tiglum. Filippus var af ætt
tréskera á Sandhólaferju og
var sonarsonur Gunnars Fil-
ippussonar (sjá hér að frarnan, bls. 82-83). Hann byggði án efa á stað-
bundinni útskurðarhefð, sem meðal annarra afi hans og „sá sent skar flat-
an akatus“ (að framan, bls. 83) voru fulltrúar fyrir. En fljótlega tók Filipp-
us að fara sínar eigin leiðir og varð meistari í fínlegum skurði með ör-
smáum formum. Ársettir gripir eftir Filippus eru þekktir allt frá því upp
úr 1850 og út öldina.139 Verk eftir hann eru til bæði í Byggðasafninu í
Skógum, Byggða- og náttúrusafni Arnesinga og í Þjóðminjasafni Islands.
Tímasettir gripir sem varðveittir eru frá allri 19. öld virðast benda til að
tréskurður hafi verið iðkaður sérlega mikið á Vestfjörðum og Suðurlandi, en
erfitt er að segja með fullri vissu um hvernig verkin dreifast á landshluta.
Eins og áður sagði var minni tilbreytni í tréskurði og líkneskjusmíð en
á þeim öldum sem á undan fóru, og stöku sinnum má tala um fjölda-
framleiðslu.