Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 118
122 ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS gert úr gullmagninu í námunni. Breyman verkfræðingur hikaði samt ekki við að leggja til að rannsóknum og undirbúningsvinnu verði haldið áfram.Til að komast að fullnægjandi niðurstöðu þurfi meiri tækjakost og víðtækari rannsóknir. I greininni er fullyrt að þegar sé búið að leggja eina milljón gullmarka í framkvæmdina og þurfa muni annað eins áður en frumrannsóknum sé lokið. Hollendingarnir séu tilbúnir að leggja fram þetta fé. Síðan segir: „Nokkrir menn hafa verið við vinnu í Miðdal í alt vor. En þeir hafa verið alt of fáir til þess að verkinu miði nokkuð verulega áfram. Hvað veldur töfmni? ... Eftir því sem næst verður komið hefir þeim námumönnum engar hindranir verið lagðar í götu frá yfirvald- anna hendi. Gildandi lög gefa heldur enga átyllu til þess að svo verði gert. Almenningsálitið mun og vera á sama máli.” Morgunblaðið full- yrðir hins vegar að hollenska félagið hafi ekki enn fengið í hendur þau skilríki sem forsvarsmenn þess telji nauðsynleg til að leggja fram fé til vinnslunnar.35 Þetta voru síðustu fréttirnar af Miðdalsnámunni. Tryggvi Einarsson fullyrðir að Þjóðveijarnir hafi orðið að gefa vinnsluna upp á bátinn þegar þýsk yfirvöld breyttu markinu til að vinna bug á óðaverðbólgunni 1923.36 Steingrímur J. Þorsteinsson segir að sýnishornin hafi verið svo misjöfn að gæðum að Þjóðverjarnir hafi gefist upp.37 Af ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson er þó ljóst að ýmis konar klúður hefur ekki síður átt þátt í að námaævintýrinu lauk.38 Tryggvi Einarsson segir og frá því að 1938 hafi sömu aðilar og stóðu að Arcturusi haft samband við íslensk stjórnvöld og sótt um leyfi til námuvinnslu en fengið neitun. Þeir hafi svo enn haft samband við Guðmund Einarsson eftir heimsstyrjöldina en ekkert varð af framkvæmdum.39 Þjóðverjarnir voru þó ekki þeir einu sem höfðu trú á Miðdalsnám- unni. Þann 26. júní árið 1928 skrifar Einar Benediktsson Matthíasi Rohde og Co. í Hanrborg bréf þar sem hann segir meðal annars að ís- lenskt fjármálalíf sé að verða tilbúið undir tæknibyltingu og hægt sé að nota gullið í Miðdal sem grunn að traustri bankastarfsemi í Reykjavík og öðrum bæjum á Islandi.40 En lítum að lokum á námuna sjálfa. Hún er eins og áður sagði í gili sem Seljadalsá hefur grafið. Flest mannvirkin eru á eystri bakka árinnar. Þar hafa íslensku jarðfræðingarnir fundið nokkrar leitarholur frá fyrri til- raunum og ein göng sem eru uppistandandi (göng A) og op annarra sem fallin eru saman eða full af jarðvegi en þau eru nokkru fyrir sunnan göng A, ofar í hlíðinni. A vestari bakka árinnar eru göng B. Þar hafa fyrri gull-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.