Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Síða 130
134
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
sem bendir til sambands við málmsmíðahefðir Norðurlanda.7 Skreytt yfir-
borðið er vel varðveitt og á því eru enn töluverðar leifar af hvítri málm-
húð, sem efnagreining með röntgengeislun (XRF) hefur sýnt að er úr
tini.8 Skrautverkið sýnir samskonar fléttumynstur eins og lýst er á þrí-
blöðungnum frá Hafurbjarnarstöðum hér að framan. 1 miðri þríblaða-
beitinni situr ryðgaður haus af járnnagla. Þríblöðungurinn er lítillega
boginn, einn armurinn kann að hafa skaddast meðan gripurinn lá í
akrinum. Aftan á enda hvers arms eru tveir steyptir flipar með gati, einn
þeirra hefur brotnað um gatið og er líklega langt síðan.
Hin beitin fannst líka við leit með málmleitartæki vorið 1996.9 Hún
fannst á plægðum akri rétt utan við þorpið Eweby í Lincolnshire.10 Eins
og þríblöðungurinn frá Skipton-on-Swale er gripurinn frá Lincolnshire
(4. mynd) líka úr blýblönduðu látúni, og þó að ekki séu varðveittar mikl-
ar leifar af hvítum málmi á framhlið þessarar beitar, eru leifar á brún eins
armsins sem benda til að hún hafi líka verið tinhúðuð, eins og sú frá
Skipton-on-Swale.11 Einnig er hún með einn arm sem er lengri en hinir
tveir og skrautverkið er samskonar og á tilsvarandi örmum þríblöðungs-
ins frá Hafurbjarnarstöðum sem lýst er hér að framan. A þessari beit er
líka gat í miðju. Aftan á hverjum armi nærri oddinum eru tveir steyptir
flipar með gati í gegn. Einkennilegar rispur eru aftan á þessari beit. Þær
grynnri gætu stafað af því að yfirboðið hafi verið sorfið með grófri þjöl
eftir að gripurinn var tekinn úr mótinu. Dýpri rispurnar sem liggja frá
flipunum að gatinu í miðjunni virðast greinileg merki um slit.
A óheila þríblöðunginn úr koparblöndu frá Jarlshof á Hjaltlandi (5.
mynd), vantar einn af örmunum. Hamilton taldi þetta nælu.12 Gripurinn
fannst í tíundu aldar sorphaug við stíg sem lá að íveruhúsum, og er sagð-
ur hafa skemmst mjög í eldi. Líklegra er þó að gripurinn sé skaddaður og
tærður en hann hafi brunnið.Yfirborð á efri hlið er flatt og hefur í upp-
hafi verið prýtt steyptu skrautverki. Hluti þess, vafningur, sést aðeins og
þekur oddinn á öðrum af örmunum tvein sem varðveittir eru. Þó að þrí-
blöðungurinn frá Jarlshof sé illa varðveittur, má átta sig á sumum þáttum
upprunalegs skrautverks, þar með talið hvernig þríhnúturinn í miðjunni
legst á vixl, með því að bera hana saman við beitirnar sem betur eru
varðveittar. Fléttumynstrið á hverjum armi á þessum þríblöðungum er
lítlillega frábrugðið hinum. Sjá má að vafningarnir á gripnum frá Jarlshof
eru samskonar og þeir sem eru á styttri örmunum, sem bendir til að það
sé langi armurinn sem brotinn er af. Einnig má sjá rönd er grafm er með
brúninni umhverfis mestallan Jarlshofgripinn. Þar sem armarnir mætast
eru litlar totur. Erfitt er að bera saman málin á þessum grip og hinum