Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
en hugsast getur að þessar beitir hafi verið ætlaðar sem beislisbúnaður.
Vinsældir slíkra gripa í írsk-norrænum heimi sjást af samsettum þrískipt-
um ólafestingum sem þekktar eru meðal haugfjár úr heiðnum norrænum
gröfum frá Ballateare og Cronk Moar á Mön,17 og Kiloran Bay á Colons-
ay við vesturströnd Skotlands.18
Engin af umræddum þríblaðabeitum hefur varðveist við neinar þær
kringumstæður sem skýrt gætu íyrirkomulagið með tveimur flipum á
öllum örmunum þremur, ásamt gatinu í miðju með nagla. Þessi frágangur
er ólíkur því sem er á þríblaðanælum, eins og Kristján Eldjárn benti á
strax þegar hann fjallaði um íslensku eintökin.19 Þó að þessar beitir líkist
við fyrstu sýn slikum nælum, eru þær flatar, en flestar þríblaðanælur eru
aðeins hærri í nriðju. Þar að auki eru miðgötin óvenjuleg af litlum næl-
um að vera sem eru eins vandaðar og þessar eru. Þó að stöku stórar
íburðarmiklar þríblaðanælur, eins og nælan frá Mosnæs í Noregi,20 séu
með viðbótarnagla til skrauts í miðju, eru þeir naglar eingöngu til prýði
og aldrei bara venjulegur járnnagli, eins og er í beitinni frá Skipton-on-
Swale.
Svo kátlega vill þó til að þríblaðanælan frá Hafurbjarnarstöðum á Is-
landi er fundin i heiðinni gröf þar sem greinlegt er að hún var borin á
þann hátt sem tíðkaðist á Norðurlöndum, það er sem næla.21 Það eru
meira að segja varðveittar leifar af málmrunnum vefnaði, fastar við flipana
aftan á henni.22 Samt sem áður er sennilegt að þetta hafi verið ekki verið
upphafleg notkun gripsins. Ekki er ólíklegt að eigandi hans hafi laðast að
hinu kunnuglega þríblaða formi og breytt flipununr á bakhlið svo nota
mætti hlutinn sem nælu. Gat er einnig á einum arminum, og bendir það
til þess að þessi þríblöðungur kunni einhvern tíma að hafa verið notaður
sem hengi, eða eitthvað hafi verið hengt í hann.
Skrautverk
Skrautverkið á nýfundnu ensku gripunum tveim og gripnum frá Jarlshof
er samskonar og það sem er á þríblöðungunum tveim frá Islandi. Það er
gert úr upphleyptum, stýfðum fléttum sem þekja hvern arm og tengjast
saman í miðjunni í nokkurs konar þríhnút. Ekki eru í þessu fléttuverki
neinir greinilegir dýrahlutar, eins og augu eða lappir, en þó minnir fléttu-
verkið með áberandi sniglum á endum sterklega á dýraform. Þau líkindi
eru staðfest þegar skrautverkið er borið saman við skraut í Jalangurstíl frá
Norðurlöndum, eins og bandlaga dýrin á hálshringnum frá Sollested í
Danmörku.23 Akaflega nána hliðstæðu við skrautið á þessum þríblöðung-
um má sjá á móti úr koparblöndu í sjóði þeim sem fannst í Mammen í