Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 137
ÞORKELL GRÍMSSON
NANARI SKYRINGAR
UM GRUNDARSTÓLA
Þótt kímni og leikdirfska einkenni snið og einstök atriði stólanna tveggja
frá Grund í Eyjafirði (Sbr. greinar mínar i Arbók 1980 og 1993) er þarna
táknræn alvara á ferðum. Er smiðnum í mun að halda til haga goðsögu-
legum fróðleik, ekki síst úr ásatrúnni, og rúnir nýtir hann sér á frumlegan
hátt, einkum á stólnunr í Danmörku. Hér mun aðallega vikið að honum.
Það er samkenni stólanna frá Grund að margar myndkringlur eru í
skreytinu og sjá má jafnframt bjúgsneiðar sem tengjast þeim á vissan hátt.
Hringurinn verður að teljast mikið grundvallaratriði í fornu norrænu
máli og listum. Hann merkir auðsæld, eins og kunnugt er, og Þormóður
Kolbrúnarskáld notar kenninguna „hrings þing“ í merkingunni bardagi,
viðureign.Tjá myndkringlur stólanna jafnvel visst vígaþel, að því er virð-
ast má. Þess er getið í fornum heimildum að menn hafi unnið eiða við
hring, var það í hofum þar sem helgi var á guðinum Þór, virðist um að
ræða armhringi, og er efnið silfur og gull. (Sjá Gods and Myths of Northern
Europe, H.R. Ellis Davidson, bls. 76-77). I íslenskri list rekumst við á frá-
bærar myndkringlur á Valþjófsstaðahurð (Þjms. 11009) og fjölinni frá
Munkaþverá (Þjms. 964), og kringlur með myndum prýða t.d. Tyldal-
sætið norska, ættingja Grundarstóla, sem er líklega smíðað á 12. öld. (Sjá
KLNM, 17. b., d. 207-212). Ofantaldir gripir eru allir í rómönskum stíl.
Ekki er svo óráðlegt, yfirlits vegna, að doka við hinn glæsilega sigurboga
sem Konstantín keisari lét hlaða í Róm árin 313-315 e. Kr., en þar eru
höggnar út í senn myndkringlur og láréttar myndræmur. I stólnum sem
ber fangamark Ara Jónssonar lögmanns eru kringlur stærri á framhliðinni
en á efri þverfjöl baksins. Þetta kallast á við þá stærðarbreytingu sem lögð
var rækt við í byggingarlist Evrópu á miðöldum, þegar gerðar voru raðir
boga og súlna. Gaf það húshliðum sérstakt yfirbragð.
Réttlætanlegt hefur þótt að álíta upphaf rómanska stílsins eiga sér stað
á Karlungatímum (751-911 e.Kr.). Oðrum hefur virst saga hans byija
nokkru seinna, á síðara hluta 10. aldar eða á 11. öld, oft er miðað við árið