Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 138
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1050, en þá telja margir að víkingaöld ljúki. Rætur stílsins liggja í list Rómar hinnar fornu, Miklagarðsríkis, Karlungaveldis og hinna ýmsu hálfsiðunarþjóða sem álfuna byggðu. 1 stólunum frá Grund er útskurður yfirleitt lágt upphleyptur, og var það vissulega ekki nýjung á landi hér. Kringlumyndir stólanna markast af því sem nefna má hálfunarfjarvídd (danska: halvperspektiv). Hún setur svip á býsanska list jafnt sem rómanska. Sagt hefur verið að hásæti Maximians erkibiskups sem varðveitt er í Ravenna sé í raun réttri hinsta tjáning helleníska tímans í listum. Ekki skal fjölyrt um það efni hér. All rík ástæða hefur þótt til þess að bera sam- an stólana frá Grund og hásætið í Ravenna, og bent var á tengsl þeirra við Miklagarð („Stóll Ara Jónssonar,“ Arbók 1993). Býsönsk list er sprottin upp á svæði hinna hellenísku ríkja, hefst saga þeirra við dauða Alexanders mikla árið 323 f. Kr., en lýkur þegar Rómvegar bijóta undir sig Austurlönd á 1. öld f. Kr. Ekki verður list Miklagarðsríkis neitað um heildarbrag og hún hefur kristilegan boðskap að færa. Stólarnir frá Grund eiga margt að sækja til menningar hálfsiðunar ef að er gáð. Eru það merkileg tengsl og hollt að kynnast þeim. Vitnað skal hér til rits hins franska listfræðings Henri J. Focillons, „Líf formsins,“ en þar segir á bls. 16 í íslenskri þýðingu minni: „Við bætist að sérhver stíltegund er háð tæknigrein, sem verður hinum tæknigreinunum yfirsterkari, og er sjálfum stíl þessum valin tóntegund fyrir tilstilli hennar. Bréhier setti fram þessa meginreglu, sem nefna mætti lögmálið um tækniforystuna, í sambandi við listir hálfsiðunarþjóða. Þar ræður skreytis- læg afhverfni, en byggingarlist og smíð líkneskja af mönnum verða að þoka. I rómönskum stíl og gotneskum liggur grunntónninn hins vegar við byggingarlistina.“ Leitast var við að rekja í stuttu máli sögu kassastólanna í grein minni í Árbók 1993 um sæti Ara lögmanns Jónssonar. Ekki er úr miklu að moða þar sem er þróun þessarar fornu húsgagnstegundar og á miðöldum virð- ast stólar hafa verið sjaldgæfir. Lýsing geymist á kassastólum meðal forn- minja frá gallversk-rómverska tímabilinu sem fundist hafa í Frakklandi og nágrannalöndum þess en það minjasvið nýtur vaxandi umhyggju.Til er fróðlegt rit um daglegt líf í Gallíu á þessum tíma eftir Paul-Marie Duval, franskan fræðimann. Er lögð áhersla á verkmenntir íbúanna og uppkomu iðnstéttar. Höf. fjallar m.a. um lágt upphleyptar myndir, oft með fjölda at- riða, sem höggnar eru út á minnisvörðum eftir látið fólk. Hér má t.d. sjá hvar maður nokkur, sennilega gjaldkeri á sveitasetri eða verkstæði, situr á kassastól með lás, og hellir maðurinn úr skjóðu með peningum. Skoðanir norska fornleifafræðingsins H. Sheteligs um áhrif frá Karlungaríkinu á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.