Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 139
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
143
í. mynd. Bœr og kirkja að Grund í Eyjafirði.
norræna list víkingatímans eru alkunnar. Ekki eru þó allir fræðimenn
honum samdóma í þessu. En vel má minnast þess að kassastólar fundust i
Ásubergshaugnum í Noregi. Með hliðsjón af ofangreindum stól í bók
Paul-Marie Duvals virðist ekki með öllu ólíklegt að kassastóllinn sem
Rafn Brandsson lögmaður mun hafa átt, og skrá var við, eins og glögg-
lega sést, hafi verið notaður sem fjárhirsla. Fornir lásar og lyklar hafa
fundist á Norðurlöndum. I Ásubergshaug fannst þannig skipskista með
lás. (KLNM, II. b., d. 50, 21. b., d. 274-275).Talið er að greina rnegi áhrif
frá Karlungaveldinu á lrinum frægu myndsteinum á Gotlandi, sbr. ritsmíð
eftir B. Hougen í Viking, 1940. I umfjöllun um list Mervíkingatímans
(511-751 e.Kr.) segir Birgit Arrhenius að líklegt sé að afkomendur hinna
gallversk-rómversku íbúa Frakklands hafi lagt stund á handiðnir eftir að
landið féll undir germönsk yfirráð. Um vaxandi vægi fléttuverksins i
germanskri dýraskreytilist segir að það megi rekja til býsanskra áhrifa.
Nýlegir fundir benda til að þessara áhrifa gæti í list Franka þegar um
rniðja 6. öld e. Kr. (KLNM, 11. b„ d. 558).
Hlutverk kassastólsins sem fjárhirslu má ekki ýta undir þá skoðun að hús-
búnaður forfeðra okkar á víkingaöld og síðar hafi einkum markast af
þröngsýni. Menn hafa haldið því fram að trúariðkanir hafi mjög verið stund-
aðar heima á bæjum (sbr. ritgerð Olaf Olsens: Hörg, Hov og Kirke, 1966, o.fl.),
og skilin þess vegna ekki verið glögg milli íveruhúss og hofs. Auk þess virðist
sem Germanir hinir fornu hafi borið lotningu fýrir náttúrufyrirbærum og
blótað á víðavangi. Er hér um að ræða yfirgripsmikið efni.