Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 143
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
147
3. Stóri steinninn í Jelling,
Suður-Jóilandi. Hliðin með
Kristi krossjestum.
ímyndum úr grísk-
rómverskri fornöld.
Hefur mikill fjöldi
þeirra komið í ljós
þar sem rómversk
menning stóð áður
með blóma, og þetta
einkurn í tíglalögn-
um og á gripum úr
málrni. Ekki all
sjaldan verður hér
rekist á myndir af
háreistum ölturum
úr heiðnum sið, sem
verið hafa ujtdir
berum himni. Þau
eru ef til vill fyrir-
mynd að hinu háa altari sem gert er i miðkringlunni á herðafjöl Arastóls.
Reitarímyndir eða myndir þeim skyldar sjást á enn öðrum rómverskum
minjum, svo sem á ágröfnum steinum, peningum, o.fl.
Þar sem minnst var á höggnrynd af manni í kistustól við framhlið
Markúsarkirkju í Feneyjum í grein minni í Arbók 1993 gat um að maður
þessi héldi á hækjum sem mynduðu x-kross. Hinir fimm x-laga krossar
með andlitsmynd á pílárunum í baki Arastóls kynnu að tákna það sem
stendur fast eða jafnast á við þref. Styður slíka skýringu höggmynd frá
miðöldum. Þar sem tveir riddarar eigast við, vita lensur þeirra niður milli
þeirra og mynda greinilegt x. Höfuðin á pílárunum, eitt með mítur, hin
krýnd, að því er ætla má, tengjast leikrænum tilbúningi, vissulega er gefm
í skyn krossfesting, en sérstök afstaða liggur að baki. Gæti farið þarna sam-
an allt þrennt, minning frá rúnanotkun, nokkurs konar æringjafyndni, og
loks sjálfsfyni. Er ráðlegt að líta til samtímamanna Ara Jónssonar erlendis?
I frönskum bókmenntum 16. aldar ber mjög á hollustu við andlega leið-
sögn gríska heimspekingsins Sókratesar, en hann hvatti öðrurn fremur til
sjálfsrýni. Víðfræg er spurning Frakkans Montaignes (1533-1592), sem
hann leggur fyrir sjálfan sig: „Que sais-je“, þ.e. „Veit ég hvað?“