Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 147
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
151
5. Risttir á neðatwerðri bakhlið á stólAra. Ljóstn. ívar Brynjólfsson. Þjóðminjasafn Islands.
§ rúnin *i. Síðara táknið virðist gert á efsta hluta vinstra framstólpans í
stól Ara Jónssonar, og myndar þar lóðrétta röð. Höggvin virðist lóðrétt
röð af þessu tagi á stóra rúnasteininum í Jelling á Suður-Jótlandi, úti við
vinstri brún þeiin megin sem mynd af Kristi krossfestum blasir við. Lík-
legt má þykja að greina eigi tákn örlagaþráðanna þar sem er hið sam-
anslungna, skreytta band á neðstu þverfjölinni í framhlið Arastóls. Orlaga-
þráðunum tengdist hin forna trú á nornir. Sams konar minni ntá sjá
höggvið út við hægri brún flatarins sem um var getið á JelHng-steinin-
um. Lét Haraldur blátönn Danakonungur prýða stein þennan myndum
og rúnum og þetta minnismerki um foreldra hans, Gorm konung gamla
og Þyri Danabót, að því er menn hafa álitið satt vera. Ekki ríkir sam-
kvæði um aldur verksins, en e.t.v. má ætla það vera frá 7. áratug 10. aldar.
A mynd nr. 7 í „Stóll Ara Jónssonar”, Arbók 1993, sést að rist er sama
minnið úti við brún t.v. og t.h. á miðhluta kistilhliðarinnar á stól Ara
Jónssonar lögmanns. I þessu minni virðist rúnin kaun, <, og helmingur
rúnarinnar ár, £. Sambærileg minni sjást víðar í útskurði stólsins. Ekki er
merking hér vel ljós. Tengsl virðast þó vel kunna að vera við franska
kirkjuglugga í gotneskum stíl. (Sbr. KLNM, greinin firmament í 4. b., d.
297, og greinin Rosevindu í 14. b., d. 421). Því verður ekki neitað að all
víða er unnt að koma auga á einkenni í skreytingu Grundarstóla sent