Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. Grímuandlit ineð kórónu og fiskur á öðru
jurtaknippinu á stól Ara lömtanns. Ljósm. ívar
Brynjólfsson. Þjóðminjasafn Islands.
teljast mega til bátsskurðar (d. kar-
vestnit). Uppruna hans rekja menn allt
aftur á steinöld. Athyglisvert er að got-
nesk list hefur stuðlað að þróun báts-
skurðarins í Noregi (Sbr. KLNM, 5.b.,
d. 379). Ekki þykir alveg Ijóst hvernig
beita eigi orðunum „karvesnit” og báts-
skurður. Þar sem ofangreind minni eru
á hliðum Arastóls sést í miðju á annarri
hliðinni fjögurra blaða smári en í miðju
á hinni er gerð rós. Þetta leiðir hugann
að gotneskum kirkjugluggum. Minni
með rúninni kaun og ár, og af þessari
gerð, eru rist á setunni. Vegna
tengslanna við gotneska list virðist sem
vikið muni að riddaradómi miðalda og
væri slíkt ekki í neinu misræmi við þá
notkun skjaldarmerkja sem á stólunum
sést viðhöfð. Alkunna er hvernig kirkja
og riddarar tengdust í táknrænum skiln-
ingi upp úr krossferðum. Hér er ekki úr
vegi að bæta við að orðið „runa” í nú-
tímasænsku merkir bæði rún, minning-
arorð, afmælisgrein og töfrakvæði.
Vissulega er ekki auðhlaupið að því að
túlka rúnirnar kaun og ár í þessu samhengi. En halda mætti að efri hluti
rúnarinnar ár ætti á einhvern hátt við hinn forna guðTý, eðaTiwaz, sem
var himinguð og guð hernaðar, en einnig réttarfars og þinghalds. Bent
hefur verið á það sem efni í verðuga tilgátu að himinguðinn Tiwaz kunni
að hafa verið félagi gyðjunnar Nerþus, sem um getur hjá Tacitusi (d. um
120 e. Kr.), og var hún dýrkuð í Danmörku á hans dögum, var Nerþus
sama og Móðir Jörð (Tellus Mater). (Sbr. Gods and Myths of Northern
Europe, H.R.Ellis Davidson.). Má þá segja sem svo að Týr hafi verið frjó-
senrisgoð. Neðri hluti rúnarinnar ár ætti að geta samsvarað Nerþus. Eins