Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Qupperneq 149
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
153
og kunnugt er á Nerþus við Njörð, en tengsl eru hér ekki alveg glögg.
Sú skýring hefur komið fram að Nerþus hafi breyst í Njörð. Samkvæmt
Snorra Sturlusyni var Njörður Vanaættar. Freyr og Freyja voru það
einnig, og þessir þrír guðir táknuðu allir fijósemi og kynsæld. Með hlið-
sjón af lagi rúnarinnar ár, $, verður að álykta að bogarnir sem liggja til
hægri merki jörðina en þeir sem til vinstri liggja himininn. A stól Rafns
Brandssonar koma fram einkenni við vinstra bakstólpann sent virðast
tengjast guðinum Tý, en líklegt er að atburðir í haugi séu mikið einkenni
efst á hægra bakstólpa stólsins. Til himinættaðra atriða mætti telja hörpu-
leikarann sem skorinn er ofan á framstólpanum til vinstri á Arastól, en
skreytingin efst á báðum stólpunum til hægri væri þá fremur í ætt við hið
jarðbundna, þarna sverð í gini dreka og vera sem virðist maður uppi í tré.
Bátsskurður verður greindur í skreytingu Rafnsstóls, og á þeim stól
eru einnig gerð ofangreind minni úr rúnunum kaun og ár.
Með guðinumTý er getið um hundinn Garm, og berstTýr við hann í
ragnarökum. I hinum fornu trúarbrögðum Kelta er guð að nafni
Nodens, nefndur Nuadu á írsku, eins konar hliðstæða við Tý, hafði
Nodens hönd úr silfri og honum tengist hundur. Talið er hugsanlegt að
Garmur sé i raun Fenrisúlfur undir öðru nafni.
K. Schneider kemur fram með skýringu við nafn heimstrésins í ásatrú,
asks Yggdrasils, en fræðimenn hefur greint á um merkinguna. Að hans
dómi er um að ræða tré eða súlu úr ýviði, og líkist sú viðartegund aski.
Yviðurinn er barrtré, askurinn er lauftré. Rúnirnar sem Ari Jónsson
myndar úr trjásprotum, e.t.v. fyrstur manna, eru nteð afbrigðum sniðfagr-
ar, og hefur hér tekist vel að aðhæfa fornu rúnagerðina. Jan de Vries
minnist á tré í bergristum frá bronsöld í riti sínu um trúarbrögð Germ-
ana, og segir hann trén bera vitni um frjósemisdýrkun. Akra sína, segir de
Vries, helguðu menn guðunum. Er hér vert að muna jurtabundinin sem
skreyta báða Grundarstóla.Vegna veraldartrésins og þess sem menn trúðu
að ógnaði því er rétt að skoða nánar fangamark Rafns Brandssonar á stól
hans. Haus nöðru kemur fram á enda greinar sem nryndar neðri bogann í
upphafsstafnum B. An efa merkir atriði þetta neikvæð öfl og fláræð. Lík-
legt er að sjá beri höfuð sams konar veru efst í horni t.h. Það er laufviður
sem birtist okkur í fangamarkinu. Er þess konar viður víða á báðurn stól-
unum og skornar eru á þeim eins konar kynblendingsjurtir að auki.
Hornstólpar Grundarstóla eru allir ferstrendir. Sá siður hefur verið við
líði hér á landi að nefna ferstrenda stólpa súlur. Stólpinn sem fannst íValö
í Svíþjóð árið 1953 („Stóll Ara Jónssonar“, Árbók 1993, bls. 100), og
haldinn er geta verið súla úr öndvegi, er með ferstrendu lagi.