Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 151
NÁNARl SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
155
7. HakakrossUnútur með hábi og haus drcka. Stóll Ara Jónssonar, ncðri þveijjöl í haki.
Ljósm. Ivar Brynjólfsson. Þjóðminjasafn Islands.
höfðu einn sporð eða tvo. Þær tældu sjómenn til sín með söng á sama
hátt, og ollu dauða þeirra. I heimildum frá 14. og 15. öld getur stundum
að líta sækonur með kórónu á höfði, samkvæmt bók eftirVic de Donder
um þessi efni. Kemur kóróna hafmeyjarinnar á Arastól ekki alveg á óvart.
Menn endurreisnartímans réttu nokkuð hlut sækonunnar og hjá þeim er
hún meinlausari en í eldri trú. I nryndkringlunni með sækonunni á
stólnum er gerður trjágróður, rís lauftré framan konunnar og aftan. Sjá
má í dýrabók frá 1285 hafgúu og tré að baki henni, og mynd þessi birt í
riti de Donders, í sömu bók getur að líta vængjaða sækonu og sést tré
hjá, þetta úr dýrabók frá 1250.
Vegna hinna krýndu mannshöfða sem út eru skorin í baki Arastóls er
ekki ófróðlegt að heimild virðist til um það í riti eftir Erasmus frá
Rotterdanr (um 1460-1536), sem nefnist Institutio principis christiani, að
konunglega búið fólk hafi leikið í sýningum nreðan stóð á föstuinn-
gangi.
I bók Klaus Dúwels, Ruuenkttnde, bls. 3, má lesa að til séu alls um 5000
rúnaletursvætti. Þau eru all víða, flest í Svíþjóð, um 3000, á Islandi um
60, Grænlandi um 15, o.s.frv. Rúnastafróf eru fleira en eitt, fræðimenn
greinir á um aldur letursins og uppruna, og telur K. Dúwel það til verða