Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Síða 155
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
159
með báðum höndum, á þessum myndum eru x-laga krossar, en birki-
hríslur hafðar hjá. Af rúninni, $, ingwaz, er til afbrigðið x. Sú rún nefnd-
ist gebo. Varðveitist í þessari rún hugmynd sem felst í rúninni B, bjarkan,
en bjarkan hefur verið skýrt sem birkigrein og einnig sem tákn móður
jarðar. I íslenska rúnakvæðinu stendur:
„bjarkan er laufgat lim
ok lítit tré
ok ungsamligr viðr.“
Mér hefur þótt forvitnilegt að rekast á að Fran^oise Henry segir í bók
sinni IrishArt in the Early Christian Period (to 800 A.D.) að sjá megi gerða
elgfróða (enska: centaur) á fornar skoskar steinhellur. Hafa þeir axir í
höndum og stundum langar trjágreinar. Sami höfundur getur um enn
eldri myndir frá Litlu-Asíu, þar sem elgfróðar halda á slíkum greinum
(Sbr. bls. 156 í riti Fran^oise Henrys). I yfirlitsverki sínu um gríska list í
fornöld, GreekArt, birtirjohn Boardman þrykkimynd frá steininnsigli þar
sem sjá má elgfróða og spretta greinar franr af handleggjum hans, innsigli
þetta er álitið vera frá geómetríska skeiðinu í grískri list. Franfoise Henry
ræðir í lokakafla ofangreindrar bókar sinnar um uppruna og almenn ein-
kenni fornrar írskrar listar og hin innri átök sem í henni rná greina. A
sviði skreytisgerðar er til margt dæma þess í sögu keltneskrar listar að úr
geómetrísku atriði sé látið spretta dýr eitthvert eða fugl. Ekki ómerk
hliðstæða við slíkt virðist mér koma fram þar sem hálslangur dreki
myndar framhaldið á hakakrosshnút með geómetrísku lagi á neðri þver-
fjöl baks í stól Ara lögmanns Jónssonar, andspænis verunni sem álíta má
Jónas spámann. Eitt dæma Franijoise Henrys er skrautleg írsk krækja úr
bronsi í eigu Þjóðminjasafnsins í Dyflinni. (Sjá nryndasíðu nr. 13 í bók
hennar).
Þar sem skorið er grímuættað andlit og fiskur á vinstra bakstólpa í stól
Ara eru báðar myndirnar hluti af einu og sama atriði jurtabundinis, er
andlitið á enda að ofan, fiskurinn á neðra endanum. Ekki hef ég hér
skýringar á reiðum höndum. En tilhögunin ber vafalítið vitni um trú á
tvöfalt eðli (enska: duality), og átt er við slíkt með rúninni ár, $, að því er
talið er, tákna helmingarnir himin og jörð. Tvíeðli heimsins birtist m.a. í
kínversku hugtökunum yin og yang, og merkir fyrra atriðið kvenlegt eðli
og myrkur, hið síðara karllegt eðli og birtu. I Gylfaginningu segir frá því
hvernig veröldin varð til úr tveimur andhverfum, annars vegar var Ginn-
ungagap, ríki kuldans, hins vegar Múspellsheimur, ríki hitans. Sperrt úlfs-
eyru ganga upp frá hinu grímuættaða andliti til hvorrar handar, en þrí-
hyrnt atriði upp frá enninu. Myndast þannig nokkurs konar kóróna. Má