Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 157
NÁNARI SICÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
161
íí. Egypskur buðkur úr jlla-
beini. Frá 6. öld.
hægra bakstólpa Arastóls er harla ófrýnilegt. Gruna mætti að þarna sé
sýndur einhver óæðri vættur, jafnvel dvergur. Til er í dönsku orðið
dværghammer um axir frá steinöld fundnar í jörð. Virðist danska orðið
sanna að munur hafi getað orðið lítill í merkingu heitanna hamars og ax-
ar. Eins og kunnugt er höfðu fornir guðir himins og illviðra og guðir
þrumunnar að einkunn hamar, öxi, trumbu, o.fl. Þrumuguðinn Þór í ása-
trú átti hamarinn Mjölni. Þór er álitinn tákna frjósemi meðal manna,
dýra og jurta, og var vegur hans mikill hjá germönskum bændum að því
er virðist. I þessu efni má ná áttum með því að lesa bók ensku fræðikon-
unnar H.R.Ellis Davidsons, Gods and Myths of Northern Europe, þar sem
ræðir talsvert um ofangreinda einkunn Þórs. Til er lágmynd höggvin í
stein frá dögum Hettítanna í Litlu-Asíu sem sýnir guð þeirra. I annari
hendi reiðir hann hamar, tákn þrumunnar, í hinni eldingaknippi. Ríki
Hettíta mun stofnað um 1900 f.Kr., og það líður undir lok um 1200
f.Kr. Til samanburðar knippunum á stólunum frá Grund er unnt að hafa
málverk á tré úr norsku stafkirkjunni í Al, Hallingdal, frá því um 1300,
nú á safni í Osló, en þar sjást Adam og Eva eftir brottreksturinn úr parad-
ís. Situr Eva á stól senr gerður er úr tijábol og spinnur á snældu. Adam
virðist tylla sér á sessbrúnina og heggur upp akurlendi með oddmjórri
öxi, haka. Að baki rís tré og hangir öxi í einni greina þess. Neðan við
stólsetuna getur að líta skreytingu, gerð er röð lóðréttra blaðsepa, sem