Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 165
ELSA E. GUÐJONSSON
WILLIAM MORRIS OG
ÍSLENSKIR FORNGRIPIR
i
Á hundrað ára ártíð William Morris 1996 var margt gert til að minnast
hans og verka hans, einnig hér á landi,1 enda tengdist hann Islandi með
ýmsu móti. Meðal annars kom hann tvisvar til landsins, 1871 og 1873, og
ferðaðist norður í land og um Vesturland, hið fyrra skipti í fylgd meðal
annars með Eiríki Magnússyni sem hann hafði kynnst í London, en þetta
sama ár um haustið fékk stöðu sem bókavörður í Cambridge.2 Báðum
ferðum sínum um Island hefur Morris lýst í dagbókum. Birtust þær á
prenti í Englandi í safnriti með öðrum verkum hans þegar 1911 og voru
endurprentaðar í sérútgáfu 1996.3 En íslensk þýðing þeirra eftir Magnús
A. Arnason kom út 1975.4
Sigurður Vigfússon gullsmiður, sem á árunum 1878 til 18925 var for-
stöðumaður Forngripasafns íslands eins og Þjóðminjasafn íslands nefndist
í fyrstu, skrifaði í skýrslu safnsins þegar hann skráði hjónaskál — öðru
nafni brúðhjónabolla — úr silfri, sem safnið hafði keypt 27. janúar 1872:
„Sami maður og átti þessa [þ. e. a. s. þessa skál], hafði aðra líka; hana fékk
Morris Englendingur 1871 eða hans félagar og eina hnappskeið. Þar að
auki fengu þeir aðrar 10 hnappskeiðar, og mörg vönduð og gömul beltis-
pör, hnappa, belti, o. s. fr. Þetta er meðal annars lítið sýnishorn upp á,
hvað út úr landinu fór.“6
Frásögn þessi varð til þess að höfundi lék forvitni á að kanna hvort
finna mætti upplýsingar í dagbókum Morris um gripi sem hann eða fé-
lagar hans komust yfir er þeir ferðuðust um landið tvö ofangreind sumur.
Þess má geta hér að Morris skoðaði Forngripasafnið 30. ágúst 1871 með-
an hann beið skips í Reykjavík eftir ferð sína um landið. Um þetta segir
hann eftirfarandi í dagbókinni: „Væta og rok. Það eina sem gerðist var að