Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 167
WILLIAM MORRIS OG ÍSLENSKIR FORNGRIPIR
171
2. mynd. Hnappskeið, Þjms. 2889. Ljósm. ímr
Brynjólfsson.
útgáfunni 1996 er Páll ranglega nefndur
Jón Vídalín, í meginmáli þar þó aðeins
bonder Vidalín, þ. e.Vídalín bóndi, en í ís-
lensku þýðingunni er hann nefndur Jón
á báðum stöðum.12 Gistu þeir Morris í
Víðidalstungu um nóttina. Segir Morris
frá þvi að gestgjafinn hafi þá unt kvöldið
sýnt þeim ferðalöngununt forngripi sína,
meðal þeirra „fallega útsaumað klæði
með efni úr ritningunni, sem Eiríkur las
úr með nokkurri fýrirhöfn." Unr klæðið
segir hann enn fremur: „Það leit út fýrir
að vera frá þrettándu öld, en ég býst við
að það hafi verið frá átjándu öld.“13 Hér
hafa fallið úr nokkur veigamikil orð i
þýðingunni eða þeim verið sleppt, því
að sanrkvæmt enska textanum stendur
að ferðamönnunum hati verið sýnt „fal-
lega útsaunrað klæði nreð efni úr ritn-
ingunni í hringlaga reitum og áletr-
un senr Eiríkur las úr nreð nokkurri fýr-
irhöfn.“14
Unr morguninn laugardaginn 5. ágúst
fýlgdi bóndinn þeinr út og sýndi þeim
þá kirkjuna. Lýsir Morris henni lítillega:
að hún væri „öll timburþiljuð að innan og nreð býsna vandaðri kór-
grind, fallegunt kertastjaka úr látúni, tveimur gönrlunr (17. aldar[?])
myndunr, þrískiptri altarisbrík og máluðum róðukrossi." Einnig nefnir
hann að þar hafi verið talsvert af bókunr, þeirra á nreðal Guðbrands-
biblía, kirkjuannálahandrit og „fagurlega skrifuð sagnabók" nreð Hrólfs
sögu kraka,Völsunga sögu og Ragnars sögu loðbrókar, en bók þessa taldi
lrann vera handrit frá 17. öld. Ekki nefnir hann þar klæði af neinu tagi.15
Unr kvöldið 5. ágúst 1871 tjölduðu þeir Morris hjá Fjarðarhorni í
Hrútafirði, og að nrorgni næsta dags spurðust þeir fýrir unr það hvort
fólkið ætti „ekki eitthvað ganralt og fallegt til að selja;“ og keyptu tvo
hornspæni.16 Þegar þeir komu að Hvanrnri í Dölunr 8. ágúst keypti einn