Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 170
174
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
7. mynd. Silfurbúin tóbaksponta, Þjms. ÍÍ4Í5.
Ljósm. Ivar Brynjólfsson.
an hökul „með fallegum fjórtándu ald-
ar útsaumi.“27 Einnig sótti hann þá
heim bóndann að Halldórsstöðum er
var spónasmiður og keypti af honum
nokkra spæni,28 og sama hugðist hann
gera að Lundarbrekku.27
III
Samkvæmt dagbókarfærslunum virðast
þeir Morris því ekki hafa keypt margt
gamalla gripa í ferð sinni 1871 — og
eingöngu spæni 1873 — heldur frekar
skoðað gripi, en að sjálfsögðu er engan
veginn víst að allt hafi verið tíundað.
Til dæmis eru þar aðeins nefndar fjórar
silfúrskeiðar, en Sigurður Vigfússon
þóttist, eins og áður er sagt, hafa heim-
ildir fyrir að þeir hefðu fengið hér alls
ellefu. Silfurbikarinn sem þeir keyptu á
Hornstöðum er að líkindum hjónabollinn senr Sigurður nefnir svo, en
ekki kemur fram í dagbókinni að þeir hafi keypt neitt kvensilfur.
Eina kvensilfrið sem nefnt er í dagbókum Morris er raunar belti það
sem læknisdóttirin í Hnausum bar við hátíðabúning sinn sem hún
klæddist til að sýna hann erlendu ferðalöngunum að morgni 4. ágúst
1871, og hvergi er ýjað að því að falast hafi verið eftir því til kaups. Belti
þetta, loftverksbelti, kom hins vegar til Forngripasafnsins 1892 (Þjms.
3729), og verður að teljast með því vandaðasta sem varðveist hefur af
búningasilfri hér á landi. Skrifaði Pálmi Pálsson unr það grein þegar
1897, en síðar, 1962, gerði Kristján Eldjárn því einnig skil á prenti,30 en
hvorugum mun hafa verið kunnugt unr frásögn Willianr Morris. Pálnri
Pálsson getur þess að beltið sé „talið vera frá 15. öld,“ og að það „viti
nrenn fýrst til beltis þessa, að það var í eigu Guðrúnar Einarsdóttur, nróð-
ur Jóseps læknis Skaptasonar i Hnausum."31 Guðrún (f. 1772, d. 1846),
kona (1796) séra Skafta Skaftasonar á Skeggjastöðunr, var dóttir séra
Einars Arnasonar (f. unr 1740, d. 1822), senr síðast þjónaði Sauðanesi, og