Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 171
WILLIAM MORRIS OG ISLENSKIR FORNGRIPIR
175
8. mynd. Altarisbrún m. silfurskjöldumfrá Skálholti, Þjms. i 145. Ljósm. Ivar Brynjólfsson.
konu hans, Margrétar, dóttur Lárusar Scheving klausturhaldara á Möðru-
völlum.32 Kristján Eldjárn segir í upphafi greinar sinnar að Jórunn
Daníelsdóttir Thorlacius hafi selt safninu beltið.33 Jórunn var dóttir Guð-
rúnar (d. 1930), einkadóttur Jóseps læknis Skaftasonar. Hefur það verið
Guðrún Jósepsdóttir sem sýndi Morris og félögum hans hátíðabúninginn
að Hnausum 1871, en hún giftist ári síðar Daníel Thorlacius (f. 1828, d.
1904), verslunarstjóra í Stykkishólmi.34 Kristján Eldjárn segir enn fremur
að silfur með verki af því tagi sem á beltinu er, sé talið vera „frá um 1500
eða frá 16. öld.“35 Aftan á sprotaendanum er silfurplata með gröfnu verki:
mynd af konu senr heldur á sprota með margslungnu laufskrúði í hægri
hendi. Hún er klædd að sið þýskra hefðarmeyja á öndverðri 16. öld,36 og
fær tímasetning sú er Morris nefnir í dagbók sinni og fyrr var getið, því
vel staðist. Hins vegar eru þess engin merki að um mynd heilagrar
Barböru sé að ræða svo sem Morris taldi vera, því að hvergi mótar fyrir
turni senr er tákn Barböru meyjar og enginn er geislabaugur um höfuð
henni.
Kistan sem Morris sá á Hlíðarenda 1871 er án vafa sama kistan og
Pálmi Pálsson skrifaði um í Arbók hins íslenzka fornleifafélags 1894, „Kistu-
hlið frá Hlíðarenda,“ og Kristján Eldjárn skrifaði kafla um í bók sinni
Stakir steinar 1961, og nefndi „Þrætukistan frá Skálholti,“ en fjórar út-
skornar fjalir úr kistu þessari - allar úr framhlið hennar - færði Jón Þórð-
arson á Eyvindarmúla, áður bóndi á Hlíðarenda, Forngripasafninu að gjöf
1883 (Þjms. 2437).37 Um altarisdúkana tvo sem Morris kvaðst hafa séð í
9. mynd. Altarisdúkur með brún með látúnsskjöldum, Þjms. 21.1.1991. Ljósm. Ivar
Brynjólfsson.