Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 173
WILLIAM MORRIS OG ISLENSKIR FORNGRIPIR
177
IV
Ekki tókst þó íslensku þjóðinni að halda eftir einum af þeim merkis-
gripum sem Morris sá á ferð sinni 1871: útsaumaða klæðinu sem Páll
bóndi í Víðidalstungu átti meðal gamalla gripa sinna. Rúmum áratug
síðar, nánar til tekið 1884 var Morris beðinn að segja álit sitt á
nokkrum íslenskum textílum sem Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks
Magnússonar bókavarðar, hafði boðið Safni Viktoríu og Alberts í Lond-
on — sem þá nefndist raunar enn South Kensington Museum — til
kaups. Var sagt, að því er fram kemur í bréfi Morris til safnsins sama
ár,40 að verið væri að selja muni þessa til ágóða fyrir bágstadda Islend-
inga. Samkvæmt ráðleggingum Morris varð úr að safnið keypti gripi þá
sem í boði voru.41 Merkastur gripanna, að dómi Morris i sama bréfi,
var útsaumað klæði sem hann segir að honum hafi verið „sýnt á þekkt-
um sveitabæ“ í Islandsferð sinni 1871 og að það hafi verið „notað þar í
kirkjunni."42
Klæði þetta er þó ekki kirkjuklæði heldur kross- og augnsaunruð
rúmábreiða, þakin útsaumi. A henni eru meðal annars þórir hringlaga
reitir og í þeim biblíumyndir: Abraham og Isak (fórn Isaks), innreið Krists
í Jerúsalem, Móses og Faraó og Móses og lögmálstöflurnar, og enn frem-
ur bekkir með stílfærðu jurtaskreyti og áletrunum. Ljóst er að ábreiða
þessi er klæði það sem Morris og félögum hans var sýnt heima á bænum
í Víðidalstungu. Aletranirnar á klæðinu, þær sem Eiríkur Magnússon las
úr með nokkrum erfiðismunum að sögn Morris, eru vísur eftir Pál lög-
mannVídalín,43 en Páll bóndi var fimmti maður frá lögmanni. Hefur lög-
nraður ort vísurnar gagngert á áklæðið er hann nefnir svo, en samkvæmt
þeim „þelaði“ kona hans Þorbjörg, dóttir Magnúsar Jónssonar digra í
Vigur, það „með hendi sinni." Vísurnar, prentaðar i Vísnakveri Páls lög-
manns, eru á þessa leið:
Herrann gefi þér hæga að fá
hvíld í rekkju þinni;
áklæði þetta Þorbjörg á
þelað með hendi sinni.
Utrennsluna, þá ung var mey,
efnaði teitur svanni,
bekkina gerði gullhlaðsey
gefin til ekta manni.