Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Side 174
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Innan bekkjar allan fans
eptir fornu ráði;
en að tilsögn ektamanns
orðin kvendið skráði.44
í Vísnakverinu segir unr skáldskap þennan: „Þessar vísur saumaði hús-
trú Þorbjörg sem er ein sú mesta handnyrða kona, í áklæði, en lögmað-
urinn kvað svo stóðust á stafirnir í vísunum og sporin í áklæðinu, svo ei
var of né vant,“ og jafnframt er þess getið að vísurnar séu ortar eftir
1696.45 Það ár gengu Páll og Þorbjörg í hjónaband.46 Gat Morris sér
nokkuð rétt til um aldur áklæðisins, því að samkvæmt efni seinni erind-
anna tveggja mun það hafa verið saumað um eða upp úr aldamótunum
1700. Af dagbók Morris 1871 er ljóst að honum var sýnt klæðið inni í bæ
í Víðidalstungu kvöldið áður en hann skoðaði kirkjuna, en ekki er þess
getið að það hafi verið haft til upphengingar í henni. I áðurnefndu bréfi
sínu til safnsins þrettán árum síðar segir Morris hins vegar að klæðið hafi
verið notað í kirkju; þegar klæðið er síðan skráð í aðfangabók safnsins er
það sagt hafa hangið í óþekktri kirkju á Islandi,47 og hefur ætluð notkun
þess sem kirkjutjalds lengst af viljað loða við það í erlendum ritum.48
I lokin skal minnst á einn grip enn sem Morris nefnir í dagbók sinni
frá 1871 og getið er hér að framan: þrískiptu altarisbríkina í kirkjunni í
Víðidalstungu. Málaðrar bríkur með tveimur vængjum er getið í vísitasíu
Halldórs biskups Brynjólfssonar 19. júlí 1749,49 og hún var þar augljós-
lega ennþá 1871. Þegar hins vegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður
kemur í Víðidalstungu og skráir kirkjugripi 31. júlí 1910 er þar engin alt-
aristafla.50 Arið 1916 var kirkjunni færð að gjöf ný altaristafla eftir Ás-
grím Jónsson,51 en svo er að sjá sem engin vitneskja liggi fyrir um hver
urðu örlög gömlu bríkurinnar.
29.5.1996/13.3.2000
Tilvísanir
1 Sbr. málbing Stofnunar Siuurðar Nordals 8. iúní 1996. William Morris var fæddur
1834, dó 1896.
2 25. október 1871, sbr. Stefan Einarsson, Saga Eiríks Magm'tssonar (Reykjavík, 1933), bls.
125. Páll Eggert Ólason, Islenzkar æviskrár, I-V (skammstafað /Æ; Reykjavík, 1948-
1952), I, bls. 415. Eiríkur hafði dvalist í London við ritstörf frá 1866 og kynnst þá
Morris.
3 May Morris (editor), Thc Collected Works ofWiltiam Morris,VIII. A Journal ofTravcl in Ic-
eland (London, 191 l).William Morris, IcelandicJournals (London, 1996).