Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 199
ELSA E. GUÐJONSSON
SVOLÍTIL ATHUGASEMD
ULLARKAMBAR- EKKI TOGKAMBUR
Út er komin á þessu hausti endurskoðuð og aukin doktorsritgerð Krist-
jáns Eldjárn, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, frá 1956. I útgáfunni
1956 var fjallað um öll íslensk kuml þau er vitað var að fundist hefðu
fyrir árslok 1955,1 en í nýju útgáfunni „hefur verið safnað saman heim-
ildum um alla þekkta kumlfundi frá 1955 til ársloka 1999,“ eins og segir
í formála ritstjóra, Adolfs Friðrikssonar fornleifafræðings.2 Er bókin öll
hin ásjálegasta, og efalaust verður hún til mikils gagns fyrir fornleifafræð-
inga sem og áhugasama leikmenn í framtíðinni.
Ullkambar (ullarkambar)
í útgáfu þessari er kafli um hálfuppblásið konukuml frá 10. öld sem
fannst að Daðastöðum í Núpasveit, Presthólahreppi, Norður-Þingeyj-
arsýslu, vorið 1956.3 Kristján Eldjárn rannsakaði það í ágúst sama ár og
birti síðar um það tvær greinar, aðra 1959 og hina 1961.4 Meðal gripa
sem fundust í kumlinu voru mörg brot af ryðguðum járntindum, sem
Kristján Eldjárn taldi að væru leifar af línheklu.5 Eftir því sem Kristján
tjáði mér síðar (1973), fór hann 1956 eftir áliti erlendra sérfræðinga á
slíkum fornleifum, ekki síst norska fornleifafræðingsins Jan Petersen, sem
ásamt öðru hafði sérhæft sig í áhöldum frá víkingaöld og birt um þau
yfirlitsrit 1951,6 en við það rit hafði Kristján Eldjárn meðal annars stuðst
er hann samdi doktorsritgerð sína. Sérfræðingar voru þó farnir að hallast
að því að fornminjar af þessu tagi, sem meðal annars höfðu fundist í upp-
gröftum í Noregi frá Akershus allt norður til Troms, væru leifar af
ull(ar)kömbum,7 og var sú skoðun orðin ríkjandi um og upp úr 1970.
Benti ég Kristjáni Eldjárn á þetta 1973, og birti síðan (1975), með vitund
og samþykki hans, athugasemd þessu viðvíkjandi í grein í Arbók hins ís-